Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 100
andstæðinga hans, „[forverði] ófrjálslyndisins í trúarefnum“, jafnvel hér úti
á íslandi. Hafi þeir talið að „nú mundi fara að sverfa að nýguðfræðingunum
hér á landi“. Þá hafi dómur synódalréttar yfir Rasmussen verið birtur í blaði
hér rétt eins og hann væri lokaorðið í málinu.22
Jón Helgason mat þýðingu dómsins svo að í honum fælist að „játn-
ingar-haftið'‘ væri tekið af prestum og „fullkomið kenningarfrelsi andlegrar
stéttar manna“ viðurkennt [leturbr. JH], sem og ótakmarkað „hugsunar- og
rannsóknarfrelsi“ er næði til presta þjóðkirkjunnar ekki síður en annarra.
Ennfremur boðaði dómurinn að hans mati að þjóðkirkjan (væntanlega
bæði sú danska og íslenska) væri „rúmgóð, umburðarlynd og frjálslynd
stofnun“ og að prestar er boðuðu „hinn frjálslynda, „dogmu“-lausa krist-
indóm“ Arboe Rasmussens og frjálslyndu guðfræðinnar gætu eftir sem áður
„verið þjónandi prest[a]r í þjóðkirkjunni“.23 Ennfremur lýsti Jón merkingu
dómsins svo:
Dómur þessi merkir ..., að með honum er hver sá kennimaður, sem veit sig
byggja á grundvelli heilagrar ritningar eins og skynsemi hans gerir grein jyrir
vitnisburði hennar og eins og þessi vitnisburður nar tökum á samvizku hans,
viðurkenndur að eiga heimilisfang innan evangelisk-lúterskrar þjóðkirkju, vilji
hann sjálfur láta telja sig þar til heimilis. [Leturbr. JH.]24
Jón Helgason leit þannig svo á að dómurinn fæli í sér hugsunar- og
kenningarfrelsi andlegrar stéttar manna, að þjóðkirkjan væri „rúmgóð,
umburðarlynd og frjálslynd“, sem og að hin „frjálslynda trúmálastefna“ væri
viðurkennd jafn rétthá innan þjóðkirkjunnar og hin eldri stefna. Þá benti
hann á að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir Island þar sem hæstiréttur
í Kaupmannahöfn væri einnig hæstiréttur þess.25
að dómurinn starfaði lögformlega. Var það gert með því að prófastur skyldi eftirleiðis dæma í
fyrrgreindum málum með undirdómara í viðkomandi héraði, þ.e. sýslumanni. Kong Christian
den femtis Danske Lov ved Justitsministeriets Foranstaltning udgivet paa Grundlag af den af Dr.
jur. V. A. Secher med Kildehenvisniger forsynede Udgave af 1911, (sótt 10. jan. 2013) af http://
bjoerna.dk/DL-1683-internet.pdf. Kristine Garde, To laresager, bls. 201-205. Synódalréttur (d.
landemodedomstol) var svo áfrýjunarréttur og næsta dómstigi fyrir ofan prófastsrétt. í honum áttu
sæti stiftamtmaður og biskup. Dómprófastur var ritari réttarins og tveir prófastar eða prestar sátu
sem vitni. Kristine Garde, To laresager, bls. 213.
22 J[ón] H[elgason], „Hæstaréttardómurinn", bls. 3.
23 Sama rit, bls. 3.
24 Sama rit, bls. 3.
25 Sama rit, bls. 3.
98