Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 113
á að óhugsandi hefði verið að sýkna Rasmussen af ástæðum sem virtust
fela í sér viðurkenningu á að skoðanir hans brytu ekki í bága við kenningu
evangelísk-lúthersku kirkjunnar þar sem dómurinn hafði ákveðið að fjalla
ekki um kenningarleg málefni.77
Áhugavert er að skoða upphaflegan rökstuðning Schaus fyrir atkvæði
sínu í hæstarétti. Hann taldi refsingu á grundvelli 142. gr. hegningarlaga
(um óhlýðni við yfirboðara) ekki koma til greina en synódalrétturinn hafði
einmitt byggt dóm sinn á þeirri grein. Aftur á móti væri mögulegt að
sakfella Rasmussen á grundvelli dönsku laga gr. 2-17 (um skyldur biskupa
til að sækja presta til embættismissis, m.a. fyrir ranga boðun) sem væri
afdráttarlausari en gr. 2-11-1 (um að prestar beittu ekki lærdómi sínum
öðrum til hneykslunar). Synódalrétturinn hafði vísað til beggja greinanna.
Taldi hann að hæstiréttur væri til þess bær að skera úr um hvort túlkanir
Arboes Rasmussen hvíldu á játningargrundvelli þjóðkirkjunnar og að rétt-
urinn ætti að gera það þar sem kirkjustjórnin, biskup og ráðherra hefðu látið
undir höfuð leggjast að axla þá ábyrgð. Áleit hann bæði þrenningarlærdóm
og kristsfræði Arboes Rasmussen víkja frá kenningu dönsku þjóðkirkjunnar
og bæri að skoða hann sem nokkurs konar únítara. Þrátt fyrir þetta kvaðst
hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Rasmussen þar sem
hann hefði ekki haldið sérskoðunum sínum á lofti í embættisnafni heldur
í erindum og ritsmíðum er hann hefði birt í eigin nafni sem og vegna þess
að hann hefði að tilmælum biskups síns hætt þeirri starfsemi. Hann hefði
því ekki gerst sekur um brot gegn 142. gr. hegningarlaga um óhlýðni við
yfirboðara. Þá hefði hann fremur tjáð sig sem fræðimaður þegar hann hafði
sett fram þá skoðun að víkka bæri kenningarramma þjóðkirkjunnar og
leggja játningarnar af en að hann hefði rekið áróður fyrir því á kirkjulegum
vettvangi. Loks áleit Schau að hinar guðfræðilegu álitsgerðir er lagðar höfðu
verið fyrir réttinn skæru ekki úr um hvort Arboe Rasmussen hefði „med
fuld bevidsthed“ brotið skyldur sínar sem prests.78
Skiptar skoðanir voru um dóm hæstaréttar. Sumir litu svo á að rétturinn
hefði látið kirkjustjórninni eftir að ákveða hvort Arboe Rasmussen héldi
embætti eða ekki. Sjálfur leit hann svo á að túlkun Schaus frá 1918 gerði
sér ómögulegt að halda áfram prestsþjónustu. Povlsen kirkjumálaráðherra
A.R. ikke var i Uoverensstemmelse med Folkekirken.“ V. Schau, „Meddelelser", bls. 80. Kristine
Garde, To Leresager, bls. 38, 71-72.
77 V. Schau, „Meddelelser“, bls. 80. Kristine Garde, To Uresager, bls. 38.
78 Sama rit, bls. 488—489.
111