Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 95
Hjalti Hugason, Háskóla íslands
Frjálslynda guðfræðin á íslandi
og málið gegn Niels Peter Arboe Rasmussen
Inngangur
Um aldamótin 1900 mætti íslenska þjóðkirkjan margháttuðum nýjum
áskorunum. Meðal menntamanna ruddu sér til rúms ný viðmið sem mótuð
voru af viðhorfum náttúruvísinda og þá ekki síst kenningum Charles Darwin
(1809-1882). I menningarlífmu gætti mjög áhrifa bókmenntafræðingsins
og gagnrýnandans Georgs Brandes (1842-1927) og komu þau m.a. fram
í verkum þeirra rithöfunda er skrifa tóku í anda raunsæisstefnunnar.1
Jafnframt glímdi kirkjan á þessum tíma við hnignun á sviði kirkjuguðrækni.2
Ýmsir af lykilmönnum þjóðkirkjunnar, með Jón Helgason (1866-1942)
guðfræðiprófessor og síðar biskup í broddi fylkingar, freistuðu þess að mæta
þessum áskorunum með því, að gangast frjálslyndu guðfræðinni á hönd.3
Hér verður því litið svo á að frjálslynda guðfræðin og deilurnar um hana séu
hluti af nývæðingu á svið trú- og kirkjumála hér á landi eins og víða annars
staðar. Um þessa túlkun hefur höfundur þessarar greinar nýlega fjallað á
öðrum vettvangi.4 Þetta sjónarhorn gerir viðgang frjálslyndu guðfræðinnar
hér ekki síst að áhugaverðu kirkjusögulegu viðfangsefni. I þessari grein
verður fjallað um athyglisverða tilraun Jóns Helgasonar til að festa hina
nýju guðfræðistefnu í sessi á grundvelli kirkjuréttarlegrar röksemdafærslu.
Ekki er mögulegt að líta svo á að tilraunin hafi skipt neinum sköpum fyrir
1 Hjalti Hugason, „Kirkja í krísu. íslenska þjóðkirkjan mætir nútímanum", Ritið. Tímarit
Hugvísindastofnunar Háskóla íslands, 2/2012, bls. 9-32, hér bls. 16-18.
2 Hjalti Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins." Samband þjóðkirkju og þjóðar við upphaf 20. aldar“,
Glíman. Óháð tímarit um guðfrœði og samfélag, sérrit 2/2010, bls. 97-125, hér bls. 99-104.
3 Pétur Pétursson, „Haraldur Níelsson og Jón Helgason — stefnurnar og straumarnir", Glíman.
Óháð timarit um guðfrœði og samfélag, sérrit 2/2010, bls. 145-167, hér bls. 157-162. Hjalti
Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins““, bls. 112-118. Hjalti Hugason, „Kirkja í krísu“, bls.
19-24. Sjá Jón Helgason, „Prestarnir og játningarritin. Að stofninum til inngangsorð, flutt á
prestastefnunni á Þingvelli 1909“, Skirnir. Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags, 83. árg„ 1909,
bls. 193-224, hér bls. 193-194.
4 Sjá Hjalti Hugason, „Kirkja í krísu“.