Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 10
að láta skeika að sköpuðu. Hann segir rót vandans liggja í sinnuleysi um
skipulag og markvissa þjónustu, sinnuleysi umfram allt um að undirbúa
presta undir meginþáttinn í starfi þeirra og embættisfærslu. Þar eigi hann
einkum við predikunarfræði og þjálfun i predikun. Hann segir að kirkjan
þurfi „umfram allt innri gagnrýni, hún þarf að vera á undan þeirri gagnrýni
sem kemur utan frá“.
Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um 55. Davíðssálm, sem telst til harm-
sálma Gamla testamentisins, og notar kvikmyndina Vœngir dúfunnar (The
Wings of the Dové) að nokkru leyti sem sjónarhól. Það er í samræmi við
þá afstöðu hans að áhrifasaga biblíutextanna skuli vera hluti af ritskýr-
ingu þeirra. Kvikmyndin, sem m.a. sækir nafn sitt til sálmsins, vekur þá
spurningu hvort sálmurinn kunni að endurspegla reynslu konu sem svikin
hafi verið af ástúðarvini sínum. Það leiðir greinarhöfund inn á braut
femínískrar ritskýringar þar sem einmitt þessu hefur verið haldið fram
nýverið. Höfundur færir ýmis rök fyrir þeirri niðurstöðu, telur hana fyllilega
mögulega en ekki óhjákvæmilega. Um leið leggur hann áherslu á sjálfstætt
gildi áhrifasögunnar. Gildi hennar standi ekki og falli með því hvort hún
nýtist hinni sögulegu biblíurýni í glímunni við hina fornu texta.
Hjalti Hugason skrifar greinina „Frjálslynda guðfræðin á íslandi og málið
gegn Niels Peter Arboe Rasmussen". Baksvið greinarinnar er upphaf frjáls-
lyndrar guðfræði hér á landi í upphafi 20. aldar. Þessi guðfræðistefna leiddi
til mikilla deilna víða um lönd, m.a. um kenningafrelsi presta. I Danmörku
var höfðað sakamál gegn prestinum Niels Peter Arboe Rasmussen. Var
honum gefið að sök að hafa vikið frá játningarritum dönsku kirkjunnar.
Var dæmt í málinu á kirkjulegum dómstigum og loks íyrir hæstarétti.
Þar var Rasmussen sýknaður af ásökunum um brot í starfi. Jón Helgason
(1866-1942) guðfræðiprófessor gerði ítarlega grein íyrir dóminum í einu
Reykjavíkurblaðanna. Túlkaði hann niðurstöðuna á þá leið að frjálslynda
guðfræðin hefði verið viðurkennd í dönsku þjóðkirkjunni og þar með
hinni íslensku. Prestar sem fylgdu hinni nýju stefnu hefðu fullan rétt til
embætta í kirkjunni. I grein Hjalta er sýnt fram á að Jón Helgason oftúlkaði
dóminn að þessu leyti þar sem dómurinn hafði í raun eftirlátið kirkjulegum
stjórnvöldum að taka afstöðu til þeirrar hliðar málsins.
Sigurjón Árni Eyjólfsson skrifar greinina: „Max Weber og frjálslynda
guðfræðin“. Þar ræðir hann eitt af meginviðfangsefnum Webers (1864-
1920), sem sneri að vægi verka eða vinnunnar innan hugmyndaheims
mótmælenda, eins og það birtist í riti hans Siðferði mótm&lenda ogauðhyggjan.