Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 175

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 175
Það eykur líka á gildi bókar Kugels að hún er skrifuð af fræðimanni sem vissulega er gyðingur en þekkir einnig mjög vel hina kristnu trúar- og rannsóknahefð og fyrir vikið tekur bókin stundum á sig svipmót áhugaverðs samtals gyðingdóms og kristni í afstöðunni til ritninganna. Kugel gegndi lengi prófessorsstöðu við Harvard-háskólann kunna í Bandaríkjunum við fáheyrðar vinsældir, en hefur hin síðari árin starfað við Bar-Ilan-háskólann í Ramat Gan í Israel og býr í Jerúsalem. Kugel hefur skrifað fjölda afar vandaðra og læsilegra fræðirita, auk þeirra rita sem þegar hafa verið nefnd. Þau eiga það flest sammerkt að leitað er aftur í gyðinglega túlkunarhefð. Má þar nefna In Potiphar’s House (1994), The Bible As It Was (1997), The Great Poems ofthe Bible (1999). Hann er tvímælalaust einn af athyglisverðustu biblíutúlkendum samtímans og er mjög eftirsóttur fyrir- lesari á alþjóðlegum ráðstefnum. Kugel er gæddur þeim hæfileika að skrifa læsilegan texta og er augljóslega ekki haldinn þeirri firru, sem furðu margir fræðimenn virðast haldnir, að fræðin verði vísindalegri ef þau eru sett fram á tyrfinn og illskiljanlegan hátt. Greinilega er ekkert fjær Kugel. Það gætir sums staðar kímni í skrifum hans. Þannig er yfirskrift 2. kaflans: „Maður stendur ráðþrota fyrir framan lyfitu.“ Þar er því lýst hvernig hann hafi margoft upplifað og það meðal spreng- lærðra prófessora að menn ýta á sama lyftutakkann hver á fætur öðrum, þar sem þeir bíða, þrátt fyrir að þeim hljóti að vera ljóst að það muni ekki á neinn hátt flýta fyrir lyftunni. Þetta hafi sumir tekið sem líkingu fyrir trúarbrögðin og hið trúarlega atferli, þ.e.a.s. þörf mannsins fyrir að „gera eitthvað". Kugel hafnar raunar þeirri skýringu en frásögnin er skemmtileg og hann staðfestir hana með því að játa að hann sjálfur hafi verið meðal þeirra sem óþolinmóðir áttu það til að ýta enn einu sinni á lyftutakkann. Þar sem bók Kugels er jafn persónuleg og raun ber vitni ætla ég að leyfa mér að gerast sömuleiðis persónulegur í umfjöllun minni. Ég minnist þess hve ég gladdist þegar ég sá bókina In the Valley ofthe Shadow í fyrsta sinn glænýja í bókaverslun Barnes & Noble í New York, seint í febrúar 2011. Ég hafði þá kynnst höfundinum persónulega, dvalist með honum í dagstund í Jerúsalem og annan dag í Bar Ilan-háskólanum þar sem ég hafði flutt fyrirlestur auk þess að hafa hitt hann á alþjóðlegum ráðstefnum og hlýtt á hann. Ég átti nokkrar eldri bóka hans, hafði hrifist af þeim og vísa mikið til þeirra í kennslu minni. Sjálfur hafði hann sagt mér að hann hefði átt við krabbamein að stríða en ekki hafði ég hugmynd um að hann væri að 173 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.