Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 96

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 96
framgang stefnunnar en hún varpar ljósi á þær fjölþættu deilur sem stóðu um hana á öðrum áratug 20. aldar. Hér verður ekki fjallað um frjálslyndu guðfræðina, einkenni hennar eða útfærslur enda hefur það verið gert á ýmsum vettvangi bæði fyrr og síðar.5 Látið skal nægja að benda á að hún gekk út frá nýjum vísindalegum, sögulega-gagnrýnum sjónarhornum við biblíutúlkun og ritskýringu.6 Að því leyti svaraði hún kröfum raunhyggjunnar um vísindaleg vinnubrögð. Þá einkenndi hana jákvæður mannskilningur, bjartsýni á þroskamöguleika mannsins í trúarlegum, andlegum og siðferðilegum efnum, sem og jákvæð sögusýn, þjóðfélagsviðhorf og menningarafstaða.7 Enn eitt einkenni frjáls- lyndu guðfræðinnar var fráhvarf frá játningarbundnum kristindómi.8 I anda hennar kom t.d. fram hér á landi og víða annars staðar krafa um frelsi presta andspænis trúarjátningum kirkjunnar sem mikið var rætt í upphafi 20. aldar. Það var ekki síst þetta atriði sem olli deilum hér á upphafsárum frjálslyndu guðfræðinnar. Á almennri prestastefnu sem Þórhallur Bjarnarson (1855-1916) biskup kallaði til á Þingvöllum 1909 hélt Jón Helgason íyrirlestur um „prestana og játningarritin“ og mælti þar fyrir kenningarfrelsi þeirra. I framhaldi af því samþykkti stefnan að skora á biskup að undirbúa breytingu á prestaheitinu í samráði við handbókarnefnd og leggja fyrir næstu prestastefnu.9 Þessu nátengt var að prestastefnan lagðist gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju en til að sporna við úrsögnum úr kirkjunni og stofnun fríkirkju- safnaða var lagt til að söfnuðum yrði gert mögulegt að losna við presta sem þeir af réttmætum ástæðum felldu sig ekki við. Þetta fyrirkomulag var 5 6 7 8 9 Sjá t.d. greinar frá málþinginu „Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi“, Gliman. Óháð timarit um guðfraði ogsamfélag, sérrit 2, 2010. Gunnar Kristjánsson, „Kirkjan í keng. Hugleiðingar um þróun íslensku þjóðkirkjunnar á tuttugustu öld“, Andvari, Nýr flokkur XLII, 125. ár, bls. 69-80, hér bls. 71. Sama rit, bls. 72 Sama rit, bls. 72. Sama rit, bls. 72 „Prestastefnan“, Nýtt kirkjublað. Hálfsmánaðarritfyrir kristindóm ogkristilega menning, 4. árg., 13. bl., 1909, bls. 145-150, hér bls. 146-147. Skömmu síðar birti Jón Helgason grein sem „að stofni til“ byggði á fýrirlestrinum. Þar hélt hann fram þeim skilningi að ef mögulegt ætti að vera að binda boðun presta við fastákveðin rit, yrðu þau að fullnægja þeim skilyrðum að hafa upphaflega verið samin í þeim tilgangi, að vera viðurkennd sem slík af kirkjunni (en ekki aðeins veraldlegum löggjafa), að vera fullkomlega samhljóða Ritningunni og skuldbinding við þau að vera í samræmi við anda og hugsjón evangelísku kirkjunnar. Taldi hann mikið á skorta að hefðbundin játningarrit íslensku kirkjunnar stæðust þessar kröfur. Hins vegar leit hann á játningarnar sem mikilvæga „metrasteina“ er bæru vitni um um þróun kirkjukenningarinnar. Þær ætti á hinn bóginn ekki að nota sem „tjóðurhæla". Jón Helgason, „Prestarnir og játningarridn“, bls. 201, 222. 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.