Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 136

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 136
Það sem greinir kapítalismann aftur á móti frá gróðahyggju fyrri tíma er að vinnan verður að lífsmáta. Markmiðið er ekki endilega að njóta ávaxta erfiðis síns í lifanda lífi, heldur að auka afköst og gróða.60 Slík afstaða er auðhyggju fyrri alda framandi. Weber spyr nú hvaðan áherslurnar í vinnusiðferði Benjamíns komi. Þær er ekki að finna í fornum fjármálamið- stöðvum eins og í Flórens á 14. og 15. öld, heldur eru þær settar fram í afskekktu fylki í Bandaríkjunum, Pennsylvaníu. A 18. öld leið efnahagslífið þar fyrir peningaskort, svo menn urðu að grípa til frumstæðra vöruskipta.61 Að mati Webers nægir því ekki að rekja upphaf nútíma kapítalisma til þess að farið var að leggja áherslu á raunhyggju og hagkvæmi (þ. Rationalismus). Það skýrir engan veginn vegna hvers kapítalisminn kemur ekki fram á sjónarsvið sögunnar í hefðbundnum verslunarkjörnum eins og Flórens, heldur á svæðum sem voru þeim víðs fjarri. Róta hans beri mun fremur að leita í þeim mannskilningi er birtist í því vinnusiðferði sem m.a. er að finna í texta Benjamíns Franklíns. Þegar hann er skoðaður kemur skýrt fram trúar- legt eðli vinnusiðferðisins og rætur mannskilnings þess í guðfræði siðbótar- manna. Það nýja sem siðbótin fæðir af sér er einmitt þetta vinnusiðferði, þó að um hliðarafurð sé að ræða. Weber rekur þessa þróun. Lúther setur í eitt köllun kristins manns og starf hans. Þýska hugtakið yfir köllun er „Berufung“, sem í skrifum Lúthers er lagt að jöfnu við hugtakið yfir vinnu á þýsku, þ.e. „BeruF. „Beruf‘ verður að „Berufung“, eða vinna verður að köllun. Köllunin og eftirfylgdin við Krist, sem af henni leiðir, er því ekki lengur bundin við sérstakt líferni og þjónustu sem munkar, nunnur, prestar og prelátar o.s.frv. inntu af hendi innan múra kirkjunnar. Þetta fólk var samkvæmt kenningum miðaldakirkjunnar álitið feta erfiðan stíg eftirfylgdar við Krist. Mælikvarða breytni þeirra var m.a. að finna í Fjallræðunni, en auk þess var einlífi, fátækt og hlýðni (lat. consilia, sbr. Mt 19.12; 19.21; 16.24) haft í heiðri. Aftur á móti þurfti almenningur að halda sig við einfaldari reglur (lat. paecepta), sbr. boðorðin tíu. Lúther hafnaði þessari tvískiptingu, að stuðst væri við mismunandi siðferðilegar kröfur, eftir því hvort maður starfaði innan „veraldlegs geira“ eða á andlegu sviði kirkjunnar. Forsendur þessa nýja viðhorfs er að finna í ritskýringar- vinnu siðbótarmannsins. Weber rekur þær í ítarlegum neðanmálsgreinum og fylgir þar megináherslum innan lúthersrannsókna samtímans, m.a. hjá 60 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 91-92 [55]. 61 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 94 [60].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.