Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 148

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 148
hugsun. Án þess að gera lítið úr þeim mun sem óhjákvæmilega sé á milli lífs, tjáningar og tilfinninga nútíma- og fornaldarfólks þegar kemur að tali og tjáningu á skömm, telur Rotenstreich mikilvægt að hefja umfjöllun sína á að vísa til Aristótelesar og fleiri þekktra heimspekinga sem byggja á honum þegar rætt er um skömm í dag. Hér verður tekið undir það sjónarmið og byrjað á að gera stutta grein fyrir skilningi Aristótelesar og tveggja annarra þekktra heimspekinga á skömm, þeirra Tómasar af Aquino og Benedicts Spinoza. Allir þrír fjalla um skömm sem siðferðilega tilfinningu. Aristóteles (384-322 f.Kr.) skilgreinir skömm (gr. aischuné) í riti sínu Mœlskufrœðinni sem kennd eða tilfinningu sársauka eða kvíða sem tengist misgjörð í fortíð, nútíð eða framtíð og virðist líkleg til að leiða til vanvirð- ingar.8 í Siðfrœði Níkomakkosar þar sem hann ræðir um meðallag í kenndum nefnir hann einnig skömmina en fjallar að öðru leyti ekki um hana. Þar nefnir hann þó að skammfeilinn maður skammist sín fyrir allt meðan hinn óskammfeilni maður sé blygðunarlaus. „... blygðun er ekki dygð en maður lofar þann sem hefur hana.“9 í Mœlskufrœðinni er mun meiri umræða af hálfu Aristótelesar um skömm og hann tiltekur fjölda dæma um lastafulla breytni sem orsakað geti hana.10 Eitt af því sem hann nefnir þar er að dýpt skammarinnar sé nátengd því hversu náið hið lastafulla háttalag tengist persónunni. Einnig álítur hann að skammartilfinning magnist gagnvart þeim sem maður ber virðingu fyrir, þeim sem standa manni næst og fylgjast með manni.* 11 í sálarkenningu sinni fjallar Aristóteles um geðhrif sálarinnar. Þar nefnir hann vissulega ekki skömmina berum orðum en talar hins vegar um óttann sem geðshræringarástand.12 I framhaldi af því má velta fyrir sér hvort skömmin í hugarheimi Aristótelesar sé af sama toga spunnin og óttinn og þá hvers kyns óttinn sé. Þar sem hér er um allflókið mál að ræða í sálarkenningu náttúruvísindamannsins og heimspekingsins Aristótelesar 8 Aristóteles, Malskufrœðin (The Art of Rhetoric), þýðandi John Henry Freese, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press [1929] 1947, bls. 211. Algengara hugtak yfir skömm í grísku er aidos sem vísar bæði til skammar og virðingar. Tengslin við skilgreiningu Aristótelesar má greinilega sjá í Webster’s New World Dictionary en þar er skömm skilgreind sem sársaukafull tilfinning sem feli það í sér að missa virðingu annarra vegna óviðeigandi framkomu, vangetu o.s.frv., af hálfu manns sjálfs eða einhverra sem standa manni nærri. 9 Aristóteles, Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, þýðandi Svavar Hrafn Svavarsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1995, bls. 272-273. 10 Aristóteles, Mœlskufrœðin, bls. 211-215. 11 Sama heimild, bls. 215. 12 Aristóteles, Um sálina, íslensk þýðing með inngangi og skýringum eftir Sigurjón Björnsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1993, bls. 79-81. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.