Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 127

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 127
(1818-1883) voru með.23 I sögusýn Rothes tekur alla vega hugmyndin um hlutverk og skyldur þjóðarinnar yfir vægi kirkjunnar. Að hans mati stefnir samfélagið að veruleika guðsríkisins, þar sem ríkisvaldið sameini bæði sviðin og geri kirkjuna smám saman óþarfa. Þegar upp er staðið er sem sé ríkis- valdið hjá Rothe sett að jöfnu við guðsríkið og kenningin um eitt ríki leysir þannig tveggja ríkja kenninguna af hólmi.24 Ritschl tekur ekki þetta skref því að hann lýtur svo á að guðsríkið sé sameiginlegt markmið mannsins og sögunnar. Maðurinn eigi að leitast við að nýta sér guðsríkið sem mælikvarða fyrir samfélagið og samfélagsgerðina. Að mati Ritschl er ekki mögulegt að leggja samfélagið að jöfnu við guðs- ríkið því að ríki Guðs er fyrst og fremst siðferðileg krafa og verkefni kristins safnaðar. Vegna þessa beri að forðast villu margra meinlætahreyfinga á miðöldum og endurtekningu hennar innan heittrúarstefnunnar sem reyndi að gera guðsríkið að veruleika fullkomins samfélags, sem staðsett er utan hins veraldlega samfélags eða við hlið þess. Þessu hafnar Ritschl og segir að kenningin um guðsríkið eigi mun fremur að móta samfélagið með því að tengja kristna siðfræði við borgaraleg gildi og borgaralegt líf.25 í þessum efnum er Ritschl trúr Kant. Ernst Troeltsch leitast við forðast þær „öfgar“ að leysa annaðhvort guðs- ríkið upp í veruleika samfélagsins eins og henti Rothe eða að gera guðsríkið að „útópískri sýn“ sem binda megi við þróun eða takmark sögunnar eins og Ritschl kenndi. Þvert á móti leitar Troeltsch raunveruleikans mitt í sögunni og reynir að losa um tök skyldusiðfræði Kants á guðsríkinu. Hann grípur til miðlægs hugtaks í siðfræði Schleiermachers um hin æðstu gæði og leggur þau að jöfnu við guðsríkið sem Jesús boðar. Samkvæmt Troeltsch ber að virða guðsríkið bæði sem raunveruleg gæði og markmið mannlegrar breytni en kristinn kærleiksboðskapur sameinar einmitt báða þessa þætti. Kristinn kærleiksboðskapur er í senn grundvöllur og viðmið fyrir mannlegt samfélag og breytni einstaklingsins. Hugmyndin um endurlausn mannsins er þar með ekki bara bundin við veruleika guðsríkis í lok tímanna, heldur er hún raunveruleg von og vissa einstaklingsins í amstri dagsins. Troeltsch leitast þannig við að viðhalda „eskatólógískri“ spennu guðs- ríkisboðunarinnar. Hún er vissulega til staðar en er samtímis nálæg sem komandi veruleiki. Ef guðsríkið er takmark sögunnar og verður fyrst að 23 Max Josef Suda, Die Ethik Martin Luthers, Göttingen, 2006, 151. 24 Max Josef Suda, Die Ethik Martin Luthers, 151-152. 25 Jan Rohls, Geschichte der Ethik, Tiibingen, 1991, 370. 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.