Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 178
spurningalista hafi ekki þekkingu á. Því sé viðtalið, sem gefi viðmælandanum
færi á að koma lífssögu sinni til skila, án of mikillar stýringar fyrirspyrjanda,
mun betri leið til skilnings á því hvort og þá hvernig fólk túlkar líf sitt í
trúarlegu ljósi (bls. 9 og 15). Þessari aðferð fylgi þó þeir annmarkar að ekki
verði alhæft um niðurstöður hennar heldur aðeins varpað Ijósi á lífssýn
þeirra tilteknu fjörutíumenninga sem rannsóknin nær til (bls. 23).
í Ijós kemur skýrt kynslóðabil þegar iesið er úr þeim skýringum sem
fólk gefur á lífshlaupi sínu. Eldra fólkið (yfir sextugt) gefur til kynna trú
á „órannsakanlega vegi“ Guðs þar sem ekki er spurt að ástæðum þess sem
gerist (bls. 28 og 98) á meðan yngra fólkið lítur á mannlega þætti, svo sem
uppeldisaðstæður, sem mótandi afl í lífi sínu (bls. 40 og 99). Sjálfsskoðun
er ríkjandi þáttur í lífi hinna yngri og lítur Iben Krogsdal svo á að það sé
í samræmi við aukna einstaklingshyggju og það sem hún kallar „psykolog-
isering“ eða sálfræðivæðingu samtímans (bls. 20). Yngri hópnum skiptir
hún upp í þrjá staðalhópa: Hin bakgrunnskristnu, hin forgrunnskristnu og
hin andlegu.
Hin bakgrunnskristnu eru þau sem Danir hafa vanist við að kalla „kultur-
kristne“ (bls. 64). Þau leita ekki trúarlegra skýringa á lífi sínu, hafa lítinn
áhuga á tilgangi lífsins og nefna kristna trú og kirkju sjaldan á nafn (bls.
65). Hin forgrunnskristnu eru þau sem einnig hafa verið nefnd „persónulega
kristin“. Þau setja kristindóminn í forgrunn í frásögum sínum, velta mikið
fyrir sér tilgangi lífsins og túlka gjarna líf sitt í ljósi trúarinnar (bls. 71).
Hin andlegu eða „spirituelle“ sjá trúarlegan tilgang í öllu sínu lífshlaupi og
líta svo á að hver manneskja beri sjálf ábyrgð á andlegum þroska sínum.
Þjáning og erfiðleikar eru í þeirra huga persónuleg lærdómsferli (bls. 79).
í kaflanum um trúarlega reynslu og iðkun leiðir höfundur í ljós tvær
tegundir af trúarlegu atferli: annars vegar leitar fólk á hefðbundinn hátt eftir
hjálp að utan og svo er ný gerð hreinsunaratferlis þar sem fólk leitast við að
hreinsa, styrkja og þroska sig sjálft innan frá (bls. 29). Ekki ætti að koma á
óvart að það er einkum yngra fólkið sem fellur undir seinni flokkinn (bls.
144). Þá greinir Iben Krogsdal orðræðu viðmælenda sinna um kirkju og
kristindóm í fernt: í fyrsta lagi er litið á kirkju og trú sem eðlilega grunn-
þætti í lífshlaupinu. Eldra fólkið fyllir þennan flokk, óháð því hvort það
lítur á sig sem trúað eða ekki (bls. 147 og 172). I annan stað er kirkjan
sumum staður uppgjafar og valdaleysis, hvíldarstaður í hversdegi sem öðru
fremur gefur fólki færi á því að hafa vald á aðstæðum sínum, staður sem
setur lífið í samhengi (bls. 189-190). Þá líta sum þeirra sem rætt er við
176