Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 9
TMM 2009 · 1 9
Hjálmar Sveinsson
Skipulag auðnarinnar
Sá sem ekkert vissi um þróun þjóðfélagsins en stæði við horn Austur-
strætis og Lækjargötu í Reykjavík í ársbyrjun 2009 og virti fyrir sér
malar grunn sem þar er og leifar af gömlu timburverki, horfði svo yfir
Lækjartorg í átt að hálfbyggðu stórhýsi út við sjóinn, sem minnti helst á
svarta klettaeyju vegna umfangs síns, mannleysis, ljósleysis og fjarlægð-
ar frá byggðinni, myndi tæplega draga þá ályktun að þetta auðnarlega
umhverfi í miðri höfuðborg væri afrakstur eins mesta velmegunarskeiðs
sögunnar. Honum gæti dottið í hug að efnahagskreppa hlyti að hafa ríkt
í þessu landi í langan tíma og nú færi henni vonandi að ljúka.
Ef hann gengi upp Hverfisgötu framhjá Þjóðmenningarhúsi og sjálfu
Þjóðleikhúsinu og síðan auðum malarlóðum og fjölda niðurníddra húsa
með neglt fyrir glugga en virti um leið fyrir sér háreista íbúðarturna,
suma hálfbyggða, sem skaga upp úr gamalli, fíngerðri timburhúsabyggð
milli Hverfisgötu og Skúlagötu myndi undrun hans sennilega aukast.
Sendum hann svo upp að svokölluðum Hampiðjureit sem lítur út eins
og stórtækt grjótnám í miðri byggð. Þaðan myndi hann sjá gríðarmik-
inn opinn grunn milli Einholts og Þverholts en hvergi menn að verki og
enga byggingarkrana. Svo færi hann inn að Höfðatorgsreit þar sem verið
er að klæða 19 hæða turn gleri en bak við hann myrk auðn þar sem
greinilega er búið að rífa niður allmörg hús en engar framkvæmdir í
gangi. Þessi turn er augljóslega í engu samræmi við nálæga byggð og
allra síst sögufrægt hús sem byggingarreiturinn er þó kenndur við. Þar
að auki hefur komið í ljós að turninn skyggir á siglingarljós á turni
Stýrimannaskólans. Setja þarf upp nýtt siglingarljós – á kostnað skatt-
borgara væntanlega.
Hver ræður hér ferðinni, hvaða hagsmunir og hvaða metnaður? spyr
hinn ímyndaði gestur, nuddar sitt glögga auga og hefur með þeirri
spurningu lokið hlutverki sínu.
TMM_1_2009.indd 9 2/11/09 11:27:24 AM