Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 14
H j á l m a r S v e i n s s o n 14 TMM 2009 · 1 Höldum nú þangað sem við vorum komin áðan. Upp á Höfðatorgs- reit. Þar hefur byggingarfélagið Eykt verið að byggja nýtt miðborgar- hverfi sem er þegar farið að hafa veruleg áhrif á ásýnd borgarinnar, þótt það sé aðeins hálfbyggt og verði kannski aldrei klárað. Reiturinn afmarkast af Borgartúni og Skúlagötu, Höfðatúni og Skúlatúni. Þarna var áður atvinnu- og skrifstofuhúsnæði og stórt plan sem tilheyrði vélamiðstöð Reykjavíkur. Gráupplagt svæði til enduruppbyggingar. Og þar sem borgin átti hluta reitsins var henni í lófa lagið að að leggja skýr- ar skipulagslínur. Borgin fékk þau Valdísi Bjarnadóttur og Gunnar Inga Ragnarsson, sem eru frumkvöðlar í hönnun vistgatna hér á landi, til að gera svokallaða forsögn að deiliskipulagi og þar með uppbyggingu reits- ins. Þau lögðu til að þarna risu fjögurra hæða hús alveg við götuna sem mynduðu hefðbundið borgarrými. Þau vildu að tekið yrði mið af byggðamynstri á svæðinu, meðal annars fallegum bogadregnum húsum á svæðinu, Ræsishúsinu og Söginni. Árið 2000 keypti byggingarfélagið Eykt reitinn og efndi til samkeppni um uppbyggingu. Þremur árum síðar var sagt frá því í Morgunblaðinu að Eykt ætlaði að byggja fjögurra hæða hús á þrjá vegu í kringum torg sem væri svolítið stærra en Ingólfstorg og á einum stað kæmi 16 hæða turn. Framkvæmdum á að vera lokið um mitt ár. Formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur var þá Steinunn Valdís Óskarsdóttir, R-lista. Svo líður og bíður. Fáeinum vikum eftir stjórnarskipti í borginni vorið 2006, þegar meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tók við, lagði Eykt fram tillögu um stórfellda breytingu á fyrirhuguðu Höfða- torgi. Félagið hafði þá eignast allan reitinn upp að Skúlagötu og vildi nú byggja þarna þrjá turna 19 hæða, 16 hæða og 14 hæða og að auki nokkur 7 og 9 hæða hús. Í tillögunni fólst ekki bara róttæk breyting á byggðinni, heldur líka á ásýnd Reykjavíkur. Eykt lét fljótlega búa til glæsilegt kynningarprógramm þar sem Höfða torgsbyggðin var kynnt sem nýtt miðborgarsvæði með blandaðri byggð með skrifstofum og íbúðum „fyrir kröfuharða“ og torg milli háhýsanna sem minnti á ítalskt piazza. Og „gnægð bílastæða“. Íbúum í nágrenninu, einkum í Túnunum sem höfðu fylgst náið með þróun mála, brá þegar þeir fréttu af tillögu Eyktar. Þriðjudaginn 31. október 2006 birtist í Morgunblaðinu lesendabréf Helgu Guðnadóttur íbúa við Miðtún. Hún segist hafa verið á fundi þar sem kynntar voru nýjar skipulagstillögur við Höfðatorg. „Ég fékk hálfgert taugaáfall,“ skrifar hún. „Ef þetta nýja skipulag verður að veruleika, þá er hægt að líkja húsunum okkar við eldpýtnastokk við hliðina á stórum Cheerios- pakka, svo yfirþyrmandi sé stærðarmunurinn.“ Hún spyr hver vilji TMM_1_2009.indd 14 2/11/09 11:27:25 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.