Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 24
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 24 TMM 2009 · 1 Það sem stendur uppúr eftir lestur sögunnar er hvernig brölt höfð- ingjanna bitnar iðulega á alþýðu manna, hvort sem hún er kvödd til hernaðar gegn jafningjum sínum eða verður saklaust fórnarlamb hans. Þetta verður átakanlega ljóst í þeim köflum sem lagðir eru í munn kvenna í sögunni, en þær fá meira rými hér en í Óvinafagnaði. Raddir kvennanna dýpka söguna og auka við margröddunina. Þær birta líka áhugaverðan mun á heimi karla og kvenna í sögunni; karlarnir eru sífellt uppteknir af áliti annarra karla, þeir spegla sig hver í öðrum og sú spegilmynd sem þar birtist er aldrei nógu glæst eða mikilvæg: „Sérðu ekki hvaða augum þessir menn líta mig?“ (44) spyr Eyjólfur eiginkonu sína og á þeirri spurningu byggir minnimáttarkenndin sem rekur hann til níðingsverka. Sæmdin er útvötnuð í heimi sögunnar, menn eins og Eyjólfur sækjast eingöngu eftir því að verða miklir í augum annarra. Það er því auðvelt að sjá samsvaranir með Sturlungaöld Einars Kára- sonar og samtímanum, þá eins og nú er orðspor höfðingjanna mikilvæg- ara en hagur almennings. Öld galdra og endurreisnar Á síðasta ári komu út tvær sögulegar skáldsögur sem að nokkru leyti deila sögusviði og persónusafni. Þar eru raunar líkindin með skáldsög- um þeirra Úlfars Þormóðssonar af Hallgrími Péturssyni og Sjóns af Jónasi lærða Pálmasyni að mestu upptalin. Saga Úlfars um Hallgrím Pétursson tengist fyrri sögulegum skáld- sögum hans, Hrapandi jörð og Rauðri mold þar sem hann lýsir Tyrkja- ráninu og afdrifum herleiddra Íslendinga í Barbaríinu. Í Hallgrími er söguhetjunni fylgt frá fæðingu til grafar og raunar aðeins lengur. Sagan er sögð með jöfnum hraða og útúrdúralaust. Hallgrímur er alltaf á svið- inu þessar rúmlega sexhundruð síður sem bókin er og oft og tíðum einn. Þótt hann sé flókin persóna og að mörgu leyti spennandi þá reynir sagan nokkuð á langlundargeð lesandans, stíllinn og frásagnaraðferðin rísa ekki undir efninu. Hallgrímur Úlfars er býsna nútímalegur í hugsun, hann efast mjög í trúmálum, er gagnrýninn á kirkjustjórnina og ríkjandi guðfræði. Ég verð að viðurkenna að það viðbragð sem bókin vakti oftast með mér var krafa um rökstuðning og heimildavísanir. Ágreiningur Hallgríms og Brynjólfs biskups er áhugaverður ef hann byggir á túlkun á einhverju sem liggur eftir annan þeirra eða er haft eftir þeim, en sem hreinn heilaspuni er hann ekki spennandi. Það sama á við um skoðanir Hall- gríms á trúmálum, uppruna hans og fleira sem kemur fram í sögunni, TMM_1_2009.indd 24 2/11/09 11:27:26 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.