Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 25
F r á F l u g u m ý r i t i l f j á r m á l a k r e p p u TMM 2009 · 1 25 fyrir fæstu af því eru til heimildir og sumt rekst á við það sem vitað er um Hallgrím svo ekki sé minnst á skáldskap hans. Jónas Pálmason, sem ljóst og leynt er byggður á Jóni Guðmundssyni lærða í Rökkurbýsnum Sjóns, er engu að síður einn á sviðinu eins og Hallgrímur. En það er ólíku saman að jafna stíl þessara tveggja sagna. Sjón skrifar þannig að lesandinn getur dvalið við hverja setningu, hverja sviðsetningu, næstum óháð sögunni sem heild. Þess vegna gerir það lítið til þótt fléttan sé veikasta hlið sögunnar. Rökkurbýsnir fylgja ekki aðal- persónunni frá vöggu til grafar, heldur er brugðið upp svipmynd af nokkrum árum í lífi Jónasar þótt lesandinn fræðist raunar líka um for- tíð hans og framtíð. Sagan lýsir árum í lífi Jónasar sem samsvara dvöl Jóns lærða í Bjarnarey á Breiðafirði og ferð hans til Kaupmannahafnar á fund yfirvalda og lærdómsmannsins Ole Worm til að fá uppreist æru eftir ranglátan útlegðardóm á Íslandi. En atburðirnir eru í raun aukaatriði í Rökkurbýsnum. Sagan er fyrst og fremst ferðalag um hugarheim sautjándu aldarinnar endurskapaðan í skáldsögu. Söguskoðunin að baki Rökkurbýsnum er þannig þveröfug við sögu Úlfars, í bók Sjóns birtist okkur heimsmynd endurreisnarinnar fullsköpuð, Michel Foucault og greining hans á hugmyndakerfum vest- rænnar hugmyndasögu er aldrei langt undan. Jón er auðvitað enginn meðalmaður og ekki dæmigerður fyrir nokkurn skapaðan hlut fremur en t.d Hallgrímur Pétursson, en snilld sögunnar felst ekki síst í því hvernig Jón sem persóna er smíðaður inn í ramma aldarinnar þannig að hann reynir á hann til hins ýtrasta með forvitni sinni og sjálfstæði, en rýfur hann aldrei. Jónas hvílir heill og óskiptur í heimi þar sem allt á sinn stað, smíðað af almáttugum skapara; hlutverk hans sem vísinda- manns og skálds er að lesa heiminn eins og texta, ráða í umhverfi sitt, náttúru og lífverur eins og tákn sem eiga sér örugga uppsprettu í almættinu sjálfu. Stíll sögunnar er frábær smíð. Hann er býsna langt frá skrúðmælgi og lærdómsstíl sautjándu aldar, en þó ríkulega kryddaður með orðfæri ald- arinnar og frávikum í setningabyggingu. Sagan tengist líka fyrri skáld- sögum Sjóns; í upphafi er lýst tilurð mannsins á himnum og falli Lúsi- fers, þannig bætist við söguna goðsögulegt plan sem tengist þeim sagnaheimi sem lesendur þekkja úr Með titrandi tár og Augu þín sáu mig. TMM_1_2009.indd 25 2/11/09 11:27:26 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.