Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 32
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 32 TMM 2009 · 1 fyndni um land, þjóð og tungu. Toxic þýðir nöfn og örnefni snarlega með hljóðlíkingum, Garðabær verður „Guard the beer“, Gunnhildur „Gunholder“ og hjónin Sigríður og Guðmundur „Sickreader“ og „Good- moon door“. Þetta er oft fyndið, svona eins og þegar leiðréttingamask- ínan í Word breytir fyrir manni Sigurði nordal í Sigurð normal ef maður er að skrifa á ensku, og Toxic virðist hugsa á heimsmálinu en ekki eigin móðurmáli. Orðaleikirnir ganga líka í hina áttina, í bókinni er fullt af beinþýðingum úr ensku yfir á íslensku. Toxic hefur auga fyrir ýmsu sem er sérkennilegt, hallærislegt og skondið við Ísland, en það er engin sérstök dýpt í þeim athugasemdum. Tíu ráð … er spennandi saga, hún er fyndin og það gladdi marga hvað hún er markviss, Hallgrímur svarar hér þeirri gagnrýni að honum hætti til málalenginga og bækur hans séu of langar. Hallgrímur ku vinna að enskri gerð sögunnar og það verður fróðlegt að fá hana í hendurnar. Sagan fjallar öðrum þræði um sambýli enskunnar og íslenskunnar, ein- hvers konar gagnkvæmt sníkjulíf, tungumálapælingarnar eru það sem er athyglisverðast við söguna og þær verða fyrst fullgerðar þegar báðar gerðir hennar verða komnar út. Rif úr mannsins síðu Algleymi, Vetrarsól og 10 leiðir til að hætta að drepa fólk færa okkur kyrfilega inn í nútímann og raunar er fyllsta ástæða til að efast um alla tímaása og línulega skipan sögunnar eftir lestur þeirrar fyrstnefndu. En mig langar að enda á tveimur skáldsögum sem hitta samtímann alger- lega í hjartastað, báðar eru pólitískar þótt þær séu líka margt annað og báðar eru bullandi femínískar þótt líka megi finna í þeim fjölda annarra þráða. Þetta eru Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Konur eftir Steinar Braga. Skaparinn á eins og margir hafa bent á ýmislegt sameiginlegt með síðustu skáldsögu Guðrúnar Evu, Yosoy. Viðfangsefni Guðrúnar Evu eru alltaf öðrum þræði heimspekileg, samband líkama og hugar, efnis og anda eru henni sífelld uppspretta nýrra sagna og frjórrar hugsunar. Skaparinn sem sagan dregur nafn sitt af er brúðugerðarmaðurinn Sveinn, sem eftir misheppnað listnám hefur snúið sér að því að hanna og framleiða háklassa kynlífsdúkkur í verkstæði sínu á Akranesi. Þang- að kemur hin aðalpersóna sögunnar, einstæða móðirin Lóa og gistir eina nótt eftir að hafa drukkið frá sér ráð og rænu í félagsskap Sveins. Lóa stelur einni af dúkkunum, í framhaldi af því kynnast þau betur og Sveinn verður þátttakandi í lífi Lóu á erfiðum tíma í lífi hennar. dóttir TMM_1_2009.indd 32 2/11/09 11:27:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.