Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 37
E n g i n g l æ pa s a g n a k r e p pa TMM 2009 · 1 37 Hvar er systir mín? er vissulega lýsandi titill. Aðalhetja sögunnar, Andrea, fær í upphafi sögu dularfullt bréf frá tvíburasystur sinni, Áslaugu. Þær höfðu skilið að skiptum þremur árum áður þegar Andrea flutti til Kaupmannahafnar, ekki síst til að losna frá Áslaugu sem helst vildi að þær systurnar væru alltaf saman. Í bréfinu biður Áslaug Andreu að koma heim, það sé spurning um líf eða dauða: „Komdu á Hótel Hafrahlíð sem fyrst. Ef ég verð ekki á lífi skaltu tala við daníel, hann verður þar.“ (12) Þetta vægast sagt melódramatíska bréf setur allt af stað og Andrea fer heim. Hins vegar tekur þá atburðarásin óvænta en þó kunnuglega stefnu þegar allir ruglast á þeim tvíburasystrum og telja Andreu vera Áslaugu, meira að segja daníel sjálfur sem er ómótstæðilegur karlmaður og hót- elrekandi á Hótel Hafrahlíð og Andrea fellur strax fyrir: Hún leit upp og sá ótrúlega myndarlegan karlmann koma á móti sér. Útlitið gaf kynþokkafullri röddinni ekkert eftir. Hann var hár og grannvaxinn en þó sterk- legur, herðabreiður og geislaði af orku. Þykkt dökkbrúnt hárið var örlítið of sítt og andlitið skrýddist dagsgömlum skeggbroddum en það bætti bara á töfrana. Það voru samt augun sem fönguðu hana mest. Súkkulaðibrún með örlitlum gulum yrjum, nánast eins og þau væri stráð gulli. Vá! hugsaði hún með sér. (45–46) Samband Andreu og daníels er eins og dregið upp úr ástarsögu með erótískum blæ. Eyrún fetar hér svipaða slóð og Birgitta Halldórsdóttir sem blandaði saman ást og glæpum og valdi sér yfirleitt ungar og áræðnar konur sem söguhetjur. Erótíkin virðist þó stundum nokkuð kauðsk, kannski fellur erótík illa að íslensku máli eða hreinlega íslensk- um hugarheimi? Ferðin til Reykjavíkur tók ekki langan tíma en þögnin í bílnum var engu síður við það að verða óbærileg. Eftir athugasemd daníels í upphafi ferðar hafði aftur hlaðist upp þessi rafmagnaða spenna sem einkenndi samskipti þeirra. Kynferðis leg. neistarnir köstuðust á milli þeirra á meðan bæði reyndu að látast ekki taka eftir því. (97) Þau elskuðust hömlulaust í eigin heimi, laus við tímann, laus við áhyggjur, laus undan sektarkenndinni. Aftur og aftur. Allt var gleymt til morguns. (137) Atburðarásin verður vægast sagt æsileg á köflum þegar Andrea leitar að systur sinni og finnur um leið ástina í daníel. Hins vegar er aldrei skýrt til hlítar hvað öðrum persónum gengur til. Þá eru endalokin reyfara- kennd í meira lagi og sagan verður því aldrei beinlínis trúverðug. Þrátt TMM_1_2009.indd 37 2/11/09 11:27:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.