Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 38
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r 38 TMM 2009 · 1 fyrir þennan byrjendabrag nýtur sagan hugmyndaauðgi og frásagnar- gleði höfundar. Hallur Hallsson, gamalkunnur fréttahaukur, sest á skáldfákinn og sendir frá sér bókina Váfugl, einhvers konar dystópíu um framtíð Íslands innan Evrópusambandsins sem nú hefur breyst í Sambandsríki Evrópu. Framtíðarmyndin er svört; Hallur hefur þó ekki séð fyrir hrun íslenska efnahagskerfisins en gerir því skóna að Ísland hafi fyrst hrunið með inn- göngu í ESB. Bókin er óður til fullveldis og sjálfstæðis en er um leið pólitísk spennusaga sem lýsir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á nýjan leik undir forystu ungrar og glæsilegrar stjórnmálakonu, Júlíu Ingólfsdótt- ur, sem nýtur liðsinnis tveggja gamalla hunda, Helga Þorlákssonar, fræðimanns í íslenskum fræðum, og Hrafns Illugasonar, Krumma, sem er sjómaður úr Eyjum. Spillingin er mikil í Sambandsríkinu og ástand Íslands dapurlegt; það er áhrifalítið jaðarsvæði sem hefur misst allt sitt besta fólk úr landi. Inn í hina pólitísku spennusögu fléttar höfundurinn dökkri framtíðarsýn og rifjar um leið upp Íslandssöguna og mannkynssöguna með sínum gler- augum auk þess sem reglulega er vitnað í ættjarðarljóð af ýmsum toga, sum hver frumsamin: Þeir eru drengir eigi linir, þeir eru flestir evrusynir, og kannski sumir zarbornir. Þeir eiga að halda oss í skefjum, uppreisn til þess síður hefjum og verði hver að vera kyrr. (96) Skáldlegar stílæfingar hlaupa oft með höfundinn í gönur og stöðug ljóðainnslög tefja framvinduna fremur en að styrkja söguna. Spennu- sagan sjálf hverfur í sterkum áróðri fyrir heimsmynd þar sem Hannes Hafstein og Morgunblaðið eru í öndvegi og Hallur virðist treysta lesend- um fremur illa til að draga eigin ályktanir. Hins vegar er ég ekki í vafa um að bókin á seinna meir eftir að verða merk heimild um Evrópusam- bandsumræðuna og fellur í flokk með örfáum íslenskum skáldsögum sömu tegundar. Annar fréttamaður er Gunnar Gunnarsson en hann er einnig einn af frumkvöðlum íslenskra nútímaglæpasagna þar sem hann skrifaði tvær sögur um lögreglumanninn Margeir í kringum 1980.3 Það telst því til nokkurra tíðinda að hann gefur nú út nýja glæpasögu; Af mér er það helst að frétta … Hér er á ferð fyrstu persónu frásögn sem byrjar bratt. Sögumaðurinn, Gilbert Benjamínsson, sem vinnur fyrir sér einkum TMM_1_2009.indd 38 2/11/09 11:27:27 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.