Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 40
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r 40 TMM 2009 · 1 sérhæfir sig í norrænni goðafræði) kölluð til aðstoðar af lögreglu eftir að brotist hefur verið inn á heimili þekkts en umdeilds fornleifafræðings, þjónustustúlka hans myrt og skrifstofunni breytt í heiðinn blótstað. Embla er unnusta Adams Swifts sem var aðalpersóna í Hnífi Abrahams og þannig virðist höfundur íhuga að efna til bókaflokks með þessum geðþekku aðalpersónum sem hvort um sig ber nafn áa mannkyns í ólík- um trúarbrögðum. Adam fékk á sínum tíma kristilega gátu til að leysa, Embla leysir nú heiðna gátu. Hins vegar eru persónurnar ekki drifkrafturinn í Sólkrossi. Annars vegar er það hröð og jafnvel ofhlaðin atburðarás þar sem fjöldi fólks lendir í eltingarleik á Suðurlandsundirlendinu þar sem allir eru á eftir þeim sem ber ábyrgð á verknaðinum; lögregla, Embla og Adam og fjöl- miðlamenn. Hins vegar er það dulúðin sem sveipar allt málið en höf- undur leitar í smiðju norrænna fræða og kenninga Einars Pálssonar sem Óttar nýtir sem undirstöðu fyrir glæpamálið en það virðist tengjast svo- nefndum sólkrossum sem hægt er að teikna upp út frá stöðum á Suður- landi og tengjast helgum blettum: Embla kinkaði kolli. „Rangárhringurinn nær yfir geysistórt svæði – svo gott sem sama svæði og Ketill hængur nam samkvæmt Landnámu – og innlimar fimm höfuðpunkta. Skálholt í norðvestri, Stöng í norðaustri, Goðastein í suð- austri, Bergþórshvol í suðvestri og Steinkross í nákvæmri miðju sólkrossins.“ Hún dró andann djúpt og leit beint fram fyrir sig. „Baldur sagði að sólkrossinn væri mældur út frá Bergþórshvoli, suðvesturpunktinum, þar sem sólin er lægst á himni.“ Hún glotti við tönn. „Bruninn á Bergþórshvoli í Njálu fær því algerlega nýja merkingu þegar maður setur bæinn í samhengi við sólkrossinn.“ (134) Óttar M. norðfjörð er um margt snjall höfundur. Honum hefur þannig tekist að innlima menningarlegar glæpasögur rækilega í íslenskra glæpasagnahefð með því að semja íslenskar sögur um alls kyns dulmögn sögulegra og trúarlegra menningarminja. Sólkross er á köflum fantagóð spennusaga og höfundur skemmtir sér einnig við að teikna upp skopleg- ar persónur eins og fjölmiðlanáunga tvo, Orra og Valgarð, sem hyggjast „skúbba“ fyrir Stöð 2. Hins vegar eru þeir ansi ýktir eins og margt annað í sögunni og hætt er við að hún skilji lítið eftir. Spurningin er hvort ekki mætti sameina þann kraft og hugmyndaauðgi sem Óttar sýnir hér dýpri persónusköpun og samfélagslýsingum. Stefán Máni sló í gegn með síðustu sögu sinni, Skipinu (2006) en þar var á ferð hrollvekja með goðsagnakenndu yfirbragði. Árið 2008 sendi hann frá sér nýja skáldsögu, Ódáðahraun, en efniviðinn sækir hann bæði í íslenska undirheima og norræna goðafræði. Aðalpersónan er TMM_1_2009.indd 40 2/11/09 11:27:27 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.