Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 42
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r 42 TMM 2009 · 1 og segir í góðu dægurlagi þótt hún sé störfum hlaðin, reksturinn á lög- mannsstofunni gangi brösuglega og hún eigi tvö börn og eitt barnabarn auk tengdadóttur sem eru iðulega öll á hennar heimili, enda eignaðist sonur hennar barn barnungur að aldri. Grínið er hins vegar aldrei langt undan hjá Þóru sem dregur úr raunsæi bókanna en gerir þær um leið skemmtilegar aflestrar. Að þessu sinni fær Þóra dularfullt mál upp í hendurnar í gegnum Matthew sem er fluttur til Íslands og orðinn yfirmaður öryggismála hjá Kaupþingi (væntanlega því gamla). Málið snýst um verktakafyrirtæki sem er í viðskiptum við bankann en stendur ekki við áætlanir í verkefn- inu sem er námuvinnsla á Grænlandi. Þóra og Matthew þurfa því að halda til óbyggða Grænlands til að kanna málin en í vinnubúðum verktakans næst ekki í neinn, og þar virðist eitthvað dularfullt hafa gerst. Og til að bæta gráu ofan á svart eru veður vægast sagt válynd á þessum slóðum. Sviðsetningin er því í ætt við hryllingsmynd og á köflum tekst Yrsu að láta hárin rísa. Á sama tíma er atburðarásin brotin upp með fárán- legum aðstæðum sem Þóru tekst að lenda í; til að mynda pakkar hún drukkin ofan í töskuna því að kvöldið fyrir brottför kemur vinkona hennar óvænt í heimsókn og þær detta í það saman. Þegar hún tekur upp úr töskunni bíður hennar hins vegar fullkomlega óhagnýtt samsafn af flíkum: Efst lágu hælaskór og annað virtist álíka gáfulegt, capri-buxur sem hún hafði sennilega hent ofan í vegna þess hve vel þær klæddu hana, pils, kjólar og pasm- ína-sjal þakið glimmer sem foreldrar hennar höfðu gefið henni eftir eina af mýmörgum ferðum til Kanarí. Sjalið hafði hún aldrei notað og myndi aldrei nota, allra síst hér. Eftir töluvert grams fann hún þó gallabuxur og þykka peysu sem hún gat farið í án þess að verða sér til skammar. Undir peysunni varð hún að klæðast silkiblússu. Veðrið virtist hafa gengið niður svo þar var sem betur fer ekki hundrað í hættunni. Ef það brysti á með brjáluðum stormi yrðu þau hvort eð er inni og þá gæti Þóra spókað sig í matsalnum á hælaskóm og með glimmer sjal. (91) Helsti galli sögunnar er að fléttan er stundum dregin á langinn með útúrdúrum og aukaflækjum, að ósekju hefði mátt skerpa fléttuna og gera söguna snarpari. En sagan státar af góðum hugmyndum og svið- setningu og sterkri aðalpersónu. Einar blaðamaður snýr aftur í áttundu skáldsögu Árna Þórarinssonar en þeirri sjöttu sem skartar honum í aðalhlutverki og ber hún nafnið Sjöundi sonurinn. Að þessu sinni fer Einar frá útstöð Síðdegisblaðsins á TMM_1_2009.indd 42 2/11/09 11:27:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.