Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 45
E n g i n g l æ pa s a g n a k r e p pa TMM 2009 · 1 45 Erlendur lítt við sögu í þetta sinn en sjónarhornið liggur alfarið hjá Elínborgu rannsóknarlögreglumanni sem er lesendum að góðu kunn úr fyrri bókum. Elínborg hefur áður verið kynnt til sögu sem róleg og yfirveguð fjöl- skyldumanneskja sem á mann og börn og kann ekki síður að meta heimilislífið en starfið. Hér kynnumst við Elínborgu betur, við fáum að líta inn á heimili hennar og kynnast börnunum hennar en elsti sonurinn bloggar frjálslega um fjölskylduna, Elínborgu til mikillar armæðu. Sam- verustundir fjölskyldunnar eru helst við matarborðið en Elínborg leggur mikið á sig til að geta borðað með fjölskyldunni. Hún er reyndar þekkt fyrir að vera góður kokkur úr fyrri bókum og hefur m.a.s. gefið út mat- reiðslubók með því sposka heiti Lög og réttur. Matarvenjur Elínborgar mynda skýra andstæðu við matarvenjur Erlendar sem í fyrri bókum hefur einna helst borðað skyndirétti fyrir örbylgjuofn eða komið við á Skúlakaffi. Elínborg er hins vegar kokkur og lýsingar hennar í fyrri bókum hafa nær alfarið snúist um mat. Mat- urinn er svo allsráðandi í þessari bók, oftast er það matarlykt en önnur lykt kemur við sögu: Leigusalinn klóraði sér í skallanum. Þetta var skömmu eftir hádegið og hann hafði nýlokið við að borða hrossabjúgu og sat værðarlegur í sófa gegnt Elínborgu […] Rakur daunninn af suðunni lá yfir íbúðinni og Elínborg óttaðist að lyktin festist í nýlegri kápu sem hún hafði keypt á útsölu. (18) Vit hennar [Elínborgar] fylltust megnri sígarettustybbu. (26) Gamalkunnur matardaunn fyllti vit Elínborgar. Brynhildur var að sjóða signa ýsu. (96) Í upphafi sögu er Elínborg kölluð í litla íbúð í Þingholtunum þar sem ungur maður finnst myrtur, með buxurnar á hælunum í of litlum stutt- ermabol. Fljótlega kemur í ljós að þarna eru ummerki eftir konu og í jakkavasa mannsins finnast leifar af nauðgunarlyfinu Rohypnol. Á staðnum finnst einnig sjal sem kemur Elínborgu á sporið – einmitt út af matarlykt: Hann opnaði plastpokann og rétti hann að vitum Elínborgar. – Það er svolítið sérstakur ilmur af því, sagði hann. Það er eitthvað af sígar- ettuþef, ilmvatn hefur hún notað og svo er eins og … eins og kryddlykt … […] – Þetta er uppáhaldið mitt, sagði hún. – Uppáhaldið? sagði tæknimaðurinn. TMM_1_2009.indd 45 2/11/09 11:27:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.