Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 46
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r 46 TMM 2009 · 1 – Uppáhaldskryddið þitt? spurði Sigurður Óli. – Já, sagði Elínborg. En það er ekki eitt krydd heldur kryddblanda. Indversk. Þetta er eins og … þetta minnir mig á tandoori. Ég held að það sé lykt af tandoori í sjalinu. (24) Hér er Elínborg á heimavelli enda hefur ítrekað komið fram í fyrri bókum að hún er stöðugt að maka kjúklinga út í þessu rauða gumsi og hér er farið í langar lýsingar á tandoori-tilbúningi Elínborgar: Hún átti tvær gerðir af indverskum tandoori-leirpottum sem réttirnir voru steiktir í […] Kryddlögurinn skipti hins vegar mestu fyrir bragðlaukana. Elín- borg setti margvísleg krydd í ákveðnum hlutföllum eftir smekk út í hreint jóg- úrt: ef hún vildi hafa réttinn rauðleitan notaði hún mulin annattófræ en saffran ef hún vildi hafa hann gulan. Yfirleitt lék hún sér með blöndu af cayenne-pip- ar, kóríander, engifer og hvítlauk auk hins indverska garam masala sem hún blandaði úr ristuðum eða möluðum kardimommum, kúmíni, kanil, hvítlauk og svörtum pipar með svolitlu múskati. Hún hafði þreifað sig áfram með íslenskar kryddjurtir í blönduna með góðum árangri, notaði til dæmis blóðberg, hvannarrót, túnfífilsblöð og skessujurt. Hún nuddaði kjötið, oftast kjúkling eða svínakjöt, upp úr leginum og lét liggja í nokkrar klukkustundir áður en hún tók fram leirpottinn. (43) Hins vegar er það annar þefur sem leiðir Elínborgu að lokum á rétta sporið, lítt tengdur mat, en það má segja að hún sé sporhundurinn sem þefar sig áfram í bókstaflegri merkingu þess orðs og beitir þannig ekki endilega sömu rannsóknaraðferðum og félagar hennar í lögreglunni. Eins og í fyrri bókum Arnaldar er í Myrká fjallað um lífsgildi, gildi fjölskyldunnar og alla þá erfiðleika sem koma upp í fjölskyldum. Þó að erfið samskipti foreldra og barna megi finna í fjölskyldum bæði Elín- borgar og Erlendar er sjónarhornið nýtt og Elínborg reynir að leysa málin á annan hátt en Erlendur. Hún stendur fyrir hefðbundin kvenleg gildi; hina kvenlegu sköpun sem felst í því að búa til mat úr hráefni og gefa sínum nánustu sem tákn um ást: Í matargerðinni fann hún útrás fyrir sköpunarþrá sem fólst í því að umbreyta hráefninu og gefa því annað eðli, bragð, áferð, ilm. Hún leit á þrjú stig mat- argerðarinnar, undirbúninginn, matseldina og borðhaldið, sem eins konar upp- skrift að lífinu. (238) Á meðan Elínborg þefar uppi morðingja og reynir að halda fjölskyld- unni saman við matarborðið er Erlendur hvergi nærri. Síðustu bók Arn- aldar, Harðskafa (2007), lauk með því að Erlendur hverfur í kalda þoku TMM_1_2009.indd 46 2/11/09 11:27:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.