Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 50
50 TMM 2009 · 1 Lisa Hopkins Hamlet reykir Prins: 101 Reykjavík á síðu og tjaldi Skáldsaga Hallgríms Helgasonar 101 Reykjavík, sem kom fyrst út árið 1996, var kvikmynduð af leikstjóranum Baltasar Kormáki árið 2000. Að vissum skilningi eru bæði skáldsagan og kvikmyndin endursköpun annarra verka því að kvikmyndin er vitaskuld byggð á skáldsögunni en skáldsagan vísar á hinn bóginn aftur og aftur til verka Halldórs Laxness, eins og hér verður fjallað um, en dregur einnig, og jafnvel með ennþá ákveðnari hætti, dám af Hamlet Shakespeares. Enda er einn aðalbrand- arinn í henni sá að hetja hennar, hinn atvinnulausi 33 ára gamli Hlynur Björn Hafsteinsson, er ótrúlega líkur Hamlet í skapferli og aðstæðum sínum en jafnframt svo sjálfhverfur að hann fattar það ekki, en einmitt það er mjög í anda Hamlets, eins og glöggt kemur fram í bókinni sjálfri. Þess í stað lendir hann í fjölmörgum uppákomum sem minna á Hamlet án þess að hugsa um annað en hvernig þær koma við hann sjálfan, eða leiða nokkru sinni hugann að því að aðrir komi þar einnig við sögu og „sjálf“ hans sé í reynd tilbúið og skilyrt af ytri öflum og fordæmum. Í lok bókarinnar er þó ljóst að hamlethlutverkið er ekki til marks um ill örlög, eins og hjá Tsjekhov, heldur í reynd ástand sem hægt er að vaxa frá án þess að bíða tjón af, þar sem Hlynur Björn fær loksins áhuga á einhverri annarri manneskju en sjálfum sér, þ.e. kornungum syni/bróð- ur sínum – barninu sem ástkona lesbískrar móður hans elur og er trú- lega afkvæmi hans sjálfs. Í kvikmyndaendurgerð Baltasars Kormáks á skáldsögu Hallgríms er hamletpæling bókarinnar að miklu leyti þögguð niður. Baltasar virðist einnig gera ráð fyrir að Hlynur Björn lagi sig mun betur að samfélaginu í lokin en í bókinni því að í myndinni tengist hann ekki aðeins öðrum þegnum þess heldur starfar einnig í þágu þess. Að vísu er heldur ólíklegt að okkur hinum finnist starf hans sem stöðumælavörður vera upphaf og endir allra hluta, þótt Hlynur virðist láta sér það vel líka, og með því að TMM_1_2009.indd 50 2/11/09 11:27:28 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.