Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 52
L i s a H o p k i n s 52 TMM 2009 · 1 Ef lesendur Hallgríms skyldu velkjast í vafa um þýðingu dagsetningar- innar/klukkutímans 1601, sem álitið er líklegasta útgáfuár Hamlets samkvæmt Arden 2-útgáfunni, hnykkir hann á þessu atriði skömmu síðar þegar hetja hans, Hlynur Björn, segir: „Ég óla úrið á mig, hlekkja mig við tímann, snúning jarðar, sólina og allt það sýstem, 16:16“ (12). 1616 var árið sem Galíleo dró til baka sólmiðjukenningu sína vegna þrýstings frá kirkjunni og áhuginn á sólkerfinu birtist aftur í því þegar Hlynur kvartar yfir að móðir hans hafi sett of mikið af Seríosi á diskinn: „Rétt magn er 365 hringir“ (12). (Í ensku þýðingunni er bókin líka 365 síður). Til að leggja enn frekari áherslu á kroníkuþáttinn heldur Hlynur síðan áfram: 1637. Já. Það er einsog ég sé með ártal á hendinni. Hver dagur er mannkynssaga. Krissi fæddur á miðnætti, Rómaveldi deyr út í villtu eftirpartýi og svo víking- arnir mættir í morgunsárið, byrjaðir að nauðga uppúr níu. Hádegisfréttir lesnar uppúr handritum, „stórbruni varð á Bergþórshvoli í nótt“ og svo lagt sig eftir matinn, slen, plágur, harðindi, svo vaknað kl. 1504 við meitilshöggin í þessum Michelangelo. Endurreisn. Shakespeare að semja á fullu, á að skila korter yfir fjögur. (12) Þá er skáldsagan alls ekki ónæm fyrir þeirri þýðingu sem hinn sérís- lenski þáttur, íslenskar fornsögur, hefur í þessari kroníku því að hinn ríki og hægláti mágur Hlyns heitir Magnús sem kann að vísa til mikil- vægrar persónu í Heimskringlu Snorra Sturlusonar: „Magnús konungur góði … var … allmjög harmdauði allri alþýðu“ og vinur hans Einar þambarskelfir „lýkur svo málinu að betra þótti honum að fylgja Magn- úsi konungi dauðum en hverjum annarra konunga lifanda“ (625–6). En þrátt fyrir hið skrýtna ártal 1615 hefur Hallgrímur mun meiri áhuga á Shakespeare, kannski ekki síst vegna þess að hjá Saxa hinum málspaka skarast Shakespeare og Íslendingasögurnar. Mats Malm bendir á að: Sú norræna sögulega heimild sem var aðgengilegust fyrir lærða Evrópumenn var Gesta Danorum sem Saxo Grammaticus ritaði á öndverðri 13. öld … Ritið Gesta Danorum var fyrst gefið út í París árið 1514 og þýtt á dönsku árið 1575. (101) Sem kunnugt er var Saxi helsta heimild Hamletsögunnar og Hlynur Björn stígur einmitt galvaskur fram sem íslenskur Hamlet. Ekki kemur á óvart að ein helsta hliðstæðan við Hamlet í sögunni skuli tengjast föður Hlyns. Snemma í frásögninni hringir vinur Hlyns, Þröstur, og segist hafa séð föður Hlyns í Kastalanum kvöldið áður (13– TMM_1_2009.indd 52 2/11/09 11:27:28 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.