Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 57
H a m l e t r e y k i r P r i n s : 101 R e y k j av í k á s í ð u o g t j a l d i TMM 2009 · 1 57 Ég geng niður Laugaveg á okkar ístru-móðu tíð. „Á okkar ístru-móðu tíð“? Hvaðan kemur það? Jú. Mér líður einsog í einhverju ævafornu og fúlu plotti þegar Lollan birtist allt í einu útum dyr. (128) Síðar horfir hann á mann í amerískum spjallþætti sem játar að hafa sofið hjá kærustu móður sinnar vegna þess að „I always wanted to sleep with my mother but, you know, this was the closest thing …“ (157). Það er honum áfall að uppgötva samband móður sinnar við Lollu því að Hlyni þykir, líkt og Hamlet, vænt um mömmu sína sem sér ekki aðeins fyrir honum heldur dekrar við hann – „Mamma kemur yfirleitt með eitthvað heim handa mér“ (15) – og Hlynur lifir líka, eins og Hamlet, ekki alveg fullnægjandi ástarlífi sjálfur; enda getur hann þess að „Heila- brotin gera oss gung í punginn“ (175). Málin flækjast enn þegar hann laðast æ meir að Lollu og sefur á endanum hjá henni. Þegar hún tilkynn- ir eftir það að hún sé ófrísk þykist hún hafa notað gjafasæði en Hlyn grunar að barnið sé hans og trúir því um tíma að hann hafi gert þrjár konur ófrískar: Lollu, Hófí og Elsu systur sína með því að stela pillunni hennar. Hófí fer í fóstureyðingu og Elsa missir fóstur en Lolla fæðir son og Hlynur öðlast nýtt líf í lok bókar í sambandi sínu við þann son. Hinn jákvæði tónn í lokin á augljóslega ekkert skylt við Hamlet, þótt dempaður sé. Fremur er hann til marks um áhrif frá annarri heimild. Auk þess að sækja þráfaldlega til Hamlets ber skáldsaga Hallgríms vitni jafn þrálátum áhuga á íslenskri sögu og menningu, en þó sérstaklega á einu efni. Eftir samfarir við Hófí sem hún heldur síðar að hafi leitt til þungunar skrifar Hlynur: „Ég geng heim. Eða frekar: Ég keng heim. Klukkan er 874“ (39). Það var árið 874 sem Ingólfur Arnarson nam Ísland. Mikilvægi Ingólfs Arnarsonar kemur aftur fram, að vísu óbeint, gegnum þráhyggju Hlyns í sambandi við nóbelsskáldið Halldór Laxness sem tilheyrir hans eigin „minjasafni“ skrýtinna stolinna muna: „Vin- kona mömmu vinnur á Reykjalundi og safnar afrakstrinum af nóbels- höfðinu í plastpoka. Það fer að verða komið í kíló af því gráa“ (228). Hlynur bendir líka á að í stað þess að segja „djísus Kræst“ „getur [þú] líka til dæmis sagt Halldór Kiljan. Ég er að reyna að starta því. Það eru líka fleiri möguleikar í því. Maður getur sagt Halldór Kiljan eða bara Kiljan eða Halldór Laxness. Heilagur Kiljan er líka gott, eða „Laxness maður““ (63). Hin klassíska skáldsaga Laxness, Sjálfstætt fólk (1934– 1935), hefur sérstaka þýðingu fyrir þemað í sögu Hallgríms, en þar hverfist þungamiðja verksins um samband Bjarts við barn Rósu eigin- konu sinnar, Ástu Sóllilju, sem hann elur upp sem dóttur sína en er í raun líffræðileg dóttir manns með hið merkingarþrungna nafn Ingólfur TMM_1_2009.indd 57 2/11/09 11:27:28 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.