Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 62
L i s a H o p k i n s 62 TMM 2009 · 1 Önnur ástæða kann að felast í sumum af orsökum velsældarinnar, eins og kemur fram í því að í samræmi við stöðu bókarinnar sem endur- vinnslu á Hamlet birtist í henni sterk vitund um enska tungu sem hefur orðið að öðru tungumáli á Íslandi nútímans vegna veru Bandaríkja- manna í Keflavík og sjónvarpssendinga um gervihnetti, í óþökk sumra Íslendinga. Móðir Hlyns spyr þegar hún lítur á tölvuna hans „Hvað, ertu að skrifa á ensku?“ (15); það er hann að gera, til pennavinar síns í Búda- pest, en hann kvartar yfir því síðar að „Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar menn tala ensku. Eitthvað svo ægilega hallærislegt“ (26). Engu að síður: Fyrir einhverja prentvillu í stjörnukortinu var ég hálfan vetur í ensku. To be or not to be. Aldrei skilið þann frasa almennilega. Kanski þessir tveir hassvetur? To be or not to be? Er Lolla bí? (75) Og þegar hann kyssir Lollu hugsar hann „Ég giska á að hún sé að hugsa það sama og ég, og kanski líka á ensku: „Maybe not the right thing to do““ (129), eins og enska táknaði yfirsjálfið. Í kvikmyndinni er hnykkt á þessu enn frekar því að hin íslenska Lolla í bókinni verður „Lola Mila- gros“ frá Spáni (leikin af Victoriu Abril) sem kennir móður Hlyns flam- enco og þess vegna eru öll atriði með henni á ensku. Þetta var ábyggilega skynsamleg ákvörðun þar sem með henni var bætt alþjóðlegri vídd við kvikmynd sem annars hefði verið erfitt að vekja nokkurn áhuga á utan Íslands – eins og Baltasar Kormákur benti á í viðtali við kynningu myndarinnar: „Þó að ég hafi fæðst á eyjunni er ekki þar með sagt að mig langi til að segja 300.000 manns sögur það sem ég á eftir ólifað … Það er í Bretlandi sem mig langar til að komast áfram“ (Leigh), en þar minn- ir hann á sína eigin söguhetju í Hafinu, Ágúst, sem segir þegar hann er beðinn um að lýsa Íslandi: „Systir mín var misnotkuð fyrir fermingu“. Seinni kona föður Ágústs var systir þeirrar fyrri; Ágúst sefur sjálfur hjá dóttur sinni sem kemur í ljós að er hálfsystir hans, meðan hneyksluð ófrísk frönsk kærasta hans (Hélène de Fougerolles) horfir á allan tím- ann, hjálparvana og skilningssljó (erlent þjóðerni hennar, líkt og Lolu, gefur átyllu til að hafa sum samtölin á ensku). Í lokin verður fiskverk- unin, tákn íslenska hagkerfisins, eldi að bráð þótt Ágústi takist að flýja frá Íslandi, jafnvel fyrir fullt og allt. Sú ákvörðun Baltasars að einskorða myndina ekki við Ísland kann einnig að stafa af því að faðir hans sjálfs er spænskur og þar með gat hann gætt hana persónulegum blæ í stað þess að gera bara „þýðingu“ á skáldsögunni, eins og hann sagði sjálfur í öðru viðtali: TMM_1_2009.indd 62 2/11/09 11:27:28 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.