Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 65
TMM 2009 · 1 65 Árni Óskarsson Upprisa amlóðans Rætt við Hallgrím Helgason Ef litið er um öxl virðist svo sem skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, hafi verið of erfiður biti að kyngja fyrir íslenska lesendur þegar hún kom fyrst út árið 1996. Viðbrögð gagnrýnenda við einræðum og auðnuleysisráfi aðalpersónunnar Hlyns Björns í þessari óvenjulegu sögu voru blendin, jafnvel þrungin reiði. Bókin þótti yfirdrifin og van- stillt. Þannig skrifaði Rúnar Helgi Vignisson í DV: „Hallgrímur yfir- trompar svo rækilega að í merkingarleysu stefnir“ (29.11.1996). „[H]ver síða er eins og þrír tímar af látlausu stjörnustríði,“ skrifaði Eiríkur Guð- mundsson í Morgunblaðið. Lóa Pind Aldísardóttir áleit sömuleiðis mik- ils óhófs gæta hjá höfundi í dómi í Tímanum og hélt því fram að hann kynni ekki að nota del-takkann á lyklaborðinu (28.11.1996). Og aðal- persóna sögunnar fór illa fyrir brjóstið á mönnum, eins og fram kemur í dómi Illuga Jökulssonar í Helgarpóstinum: „Hlynur Björn er […] sér- lega leiðinlegur maður, fyrir utan að vera skíthæll og dýraplagari, auk þess sem hann hefur kvenfyrirlitningu upp í æðra veldi“ (28.11.1996). Eiríki Guðmundssyni þótti einnig í fyrrnefndum dómi „kynlífsþrá- hyggja Hlyns [víða keyra] um þverbak“. Athyglisvert er að aðeins einn ritdómari, Þórhallur Eyþórsson í Alþýðublaðinu, gat um Hamlet-teng- inguna í verkinu sem þó verður að telja einn af burðarásum þess. Ekki virðist bókin heldur hafa fallið í kramið hjá almenningi því að hún seld- ist í fremur litlu upplagi. Það er því kannski ekki að undra þótt höfund- ur hafi álitið verk sitt „andvana fætt“ þar til upprisa þess hófst þegar bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna norðurlandaráðs árið 1999 og samnefnd kvikmynd Baltasars Kormáks var frumsýnd árið 2000. Sú kvikmynd vakti athygli víða um heim og þá var farið að falast eftir skáldsögu Hallgríms til þýðingar. nú hefur hún verið gefin út á 13 tungumálum og hefur jafnvel átt sinn þátt í að gera miðborg Reykjavík- ur að spennandi stað í augum ferðamanna. Í tilefni af því að fjallað er ítarlega um 101 Reykjavík í þýddri grein hér í heftinu var Hallgrímur TMM_1_2009.indd 65 2/11/09 11:27:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.