Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 68
Á r n i Ó s k a r s s o n 68 TMM 2009 · 1 snjóskafl á Snorrabraut af sömu upphafningu og þegar hann horfir á loftstein lenda á Mars. Maður var að reyna að hafa allt með, frá ræsi til reikistjarna. Þú segir að þessi rödd Hlyns Björns hafi verið til áður en þú byrjaðir að skrifa bókina en breyttist þessi persóna mikið í ritunarferlinu? Það er eins og alltaf gerist. Hugmyndir eru oft dálítið einfaldar í byrjun, í ætt við skrípamynd eða karikatúr. Í ritunarferlinu breyttist Hlynur Björn úr einföldum bullara yfir í flóknari persónu. Og þá fer maður auðvitað að hafa áhyggjur af því að týna upphaflegu hugmyndinni af því að maður er að þróa hana og kafa dýpra í karakterinn. En ég held þó að mér hafi tekist að halda þessum ballans, að halda í bullarann en gefa honum bókmenntalega vídd um leið, harmræna dýpt. Á vissan hátt er Hlynur fulltrúi minnar kynslóðar, maður sem hefur speisað út á lífinu, tekur aldrei ábyrgð á neinu, getur ekki bundist öðru fólki. Ég þekkti svona gaura sem reyktu of mikið hass í menntaskóla og ætluðu ekki að takast á við neitt, heldur vera úti í horni, fylgjast aðeins með og segja bara: „Vá, maður …“ með löngu á-i. Hlyni sló reyndar niður í mig eins og eldingu úr heiðskíru lofti en ég held að hann hafi kviknað af kynnum við hasshausa minnar kynslóðar. En bókin er skrifuð í anglósaxneskum anda og inn í ákveðna hefð sem kallast „slacker literature“ eða lúða- litteratúr. Ég var víst bara hálftíma í HÍ en new York var minn háskóli. Ég bjó þar í 3 ár og var undir miklum áhrifum af rithöfundum sem þá fóru hátt. Menn eins og Jay McInerney og Bret Easton Ellis voru að skrifa um nútímann, og þá má ekki gleyma uppistandinu, Woody Allen myndunum og Letterman-húmornum. Á einum stað segist Hlynur vera „Hamletterman í Hollywood“. Sástu fyrir þér að Hlynur Björn væri á einhvern hátt dæmigerður fyrir ákveðnar tilhneigingar í okkar samtíma, á svipaðan hátt og t.d. Bjartur í Sumarhúsum á sínum tíma, að hann væri tákn fyrir einhvern anda í samfélaginu? Ekki fyrst. Líkt og hann er ómeðvitaður um hlutverk sitt í Hamlet þá var ég hálfómeðvitaður um hlutverk hans sem þjóðfélagslegrar persónu. Mér fannst hann þó vera viss tákngervingur tímans. En 101 var samt ekki beint hugsuð sem samfélagsádeila. Það má í raun bæði lesa bókina sem óð til samtíma síns og gagnrýni á hann. Þegar litið er á hana úr fjarlægð verður síðarnefnda sjónarhornið þó ef til vill sterkara því líf Hlyns Björns er svo raunalegt héðan að sjá. Hann er fórnarlamb þess- arar neyslumenningar og poppmenningar sem hefur fylgt okkur svo TMM_1_2009.indd 68 2/11/09 11:27:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.