Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 69
U p p r i s a a m l ó ð a n s TMM 2009 · 1 69 lengi. Hann er hinn hlutlausi neytandi, fórnarlamb hins endalausa upp- lýsingaflæðis. Hann hefur ekkert frumkvæði sjálfur, gerir aldrei neitt. Hlynur er kannski jafn sérlundaður og Bjartur í Sumarhúsum en sá var hinsvegar alltaf að storka örlögunum og streitast á móti sínum samtíma. Hlynur er andstæða hans. Líkindin með þeim væru helst þau að Hlynur er líka fastur í eigin heimi. Hann á líka sína „Heiði“ en hún er öll innra með honum. Í raun er Hlynur Björn ekki mjög týpískur Íslendingur, svona eftir á að hyggja. Ég hálfskammast mín stundum fyrir að kynna hann erlendis sem fulltrúa Íslands því við erum svo vinnusöm, kraftmikil og bjartsýn þjóð. Hann er algjörlega á skjön við hinn venjulega Íslending. Samt held ég að hann hafi fangað þá kennd að vera barn velmegunarsamfélagsins þar sem búið er að sjá fyrir öllu og þitt framlag skiptir litlu sem engu máli. Öll afrekin hafa þegar verið unnin. Hvað eigum við þá að gera? Þetta er spurning sem margir norrænir höfundar hafa líka fengist við, eins og Erlend Loe til dæmis. Hlynur talar stundum um að það sé engin þörf fyrir hann lengur. Konur hafa ekki einu sinni þörf fyrir hann. Það er nóg fyrir þær að fá úr honum sáðfrumu og búið. Það er þessi síð- sögulega karlmennskukennd sem vefst fyrir honum. Uppreisn gegn „vel skrifuðum“ texta Var þessi bók viðbrögð við skáldsagnagerð næstu ára á undan? Vildirðu gera hlutina öðruvísi en aðrir? Já, það er uppreisn í þessari bók, uppreisn gegn bókmenntunum. Ég vildi skrifa bók sem væri „ekki bókmenntir“. Í þessu felst auðvitað mót- sögn því sagan byggir á hamletþemanu og er því geysilega bókmenntaleg á sinn hátt. En mér fannst spennandi og ögrandi að gefa skít í hvað er „fallegur“ texti og skrifa „hrátt og ljótt“. Það hefur alltaf farið í taugarn- ar á mér hvað Íslendingar snobba mikið fyrir „vel skrifuðum“ texta. Yfirleitt þýðir það að textinn sé vel unninn en lífvana. Auðvitað getur lík verið fallegt en það er þá fegurð sem endist ekki lengi. „Fallegur texti“ er afstætt hugtak en fyrir mér verður hann fyrst og fremst að vera lif- andi, sterkur og „sannur“ en einkum þó fullur af innihaldi. Okkur hættir til að dást meira að áferð en innihaldi. Fólk talar um „vel skrif- aðar“ bækur með lotningartón í röddinni. Það er eins og rithöfundar eigi að vera konfektframleiðendur andans. Kannski liggur vandinn í þessu óheppilega orði okkar, „fagurbók- menntir“, sem ég hef aldrei verið hrifinn af. Ég vildi alls ekki skrifa fagur bókmenntir, allra síst í þessari bók. Mig langaði til að skrifa bók TMM_1_2009.indd 69 2/11/09 11:27:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.