Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 79
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 79 frumvarp hans var að verða að lögum komu fréttir frá danmörku um það að þingræði væri orðið þar staðreynd. Vinstri menn höfðu komist til valda en vitað var að þeir voru velviljaðri málstað Íslendinga en gamla stjórnin. En þá henti Valtý það sem hent hefur margan manninn. Hann hafði árum saman verið að berjast fyrir málstað, og taldi nú að málið væri svo langt komið að ástæðulaust væri að staldra við og sjá til. Hann krafðist þess, að málið yrði látið fram ganga eins og ekkert hefði í skor- ist. Það voru mistök. Samherjar hans snerust þá gegn honum, ákveðið var að athuga málið betur, Hannes Hafstein og dr. Valtýr fóru báðir til Kaupmannahafnar, og enda sagði dr. Valtýr síðar að þar hefði Hannes drepið sig með glæsimennskunni, málstaður heimastjórnarmanna varð nú yfirsterkari og sjálfstætt Ísland var undirbúið sem endaði með því að 1. febrúar 1904 varð stjórnin innlend, heimastjórnarmenn með meiri- hluta á þingi og Hannes Hafstein fyrsti íslenski ráðherrann. dr. Valtýr hefur fengið harðneskjulegan sögudóm, og að minni hyggju mjög ósanngjarnan. Skjóta má inn athyglisverðri kenningu sem Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur sett fram í formála fyrir bréfasafni dr. Valtýs, hvort verið geti að dr. Valtýr, sem var barnlaus maður, hafi fyrir vikið fengið lægri einkunn í íslenskri sögu heldur en hann á skilið; að ekki hafi verið fólk til að halda málstað hans á lofti. Vel má svo vera. Þorsteinn Gíslason segir í ritgerð um dr. Valtý að ef menn athugi orð úr fyrsta fyrirlestri dr. Valtýs um þessi efni þá er röðin þessi: „Atvinnu- vegirnir blómgast, velmegun vex, fólksfjöldinn vex, menntir, vísindi og listir dafna, og frelsi og sjálfstæði vex. Hann nefnir frelsi og sjálfstæði síðast. Það á að koma sem ávöxtur af öllu hinu. Og það er spurning sem á þeim árum vakti fyrir öllum sem fengust við íslensk stjórnmál: Á áherslan að leggjast á frelsismálin fyrst eða síðast?“ dr. Valtýr var barn síns tíma og reyndi að miðla málum á viðkvæmum augnablikum í íslenskri sögu. Fyrir vikið hefur dr. Valtýr oft verið ranglátlega dæmdur, kannski einnig vegna þess að honum hefur verið stillt andspænis hinni glæsilegu persónu Hannesar Hafstein. En það gleymist um of að það var ekki eingöngu verið að takast á um paragrafana í stjórnarskránni, það var einnig verið að takast á um yfirráðin yfir framförunum. Og þar vann heimastjórnarflokkurinn stóran sigur. Uppkastið 1908 og Sambandslögin 1918 Hannes Hafstein var ekki þjóðrembumaður. Þvert á móti var hann alþjóðlega sinnaður og honum verður aldrei borið frumstætt danahatur á brýn. Þvert á móti. Og þótt örlögin höguðu því svo að með hætti sem TMM_1_2009.indd 79 2/11/09 11:27:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.