Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 82
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 82 TMM 2009 · 1 Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918. Það gleymist stundum að þau hátíðahöld fóru fram við skugga Spönsku veikinnar sem herjað hafði á Ísland og þá fyrst og fremst Reykjavík, þá í nokkrar vikur. Yfir hátíðahöldunum var blær glæsimennsku og reisnar en þó þeirrar virðulegu sorgar sem slíku fári fylgir. Þjóðernissinnar gerðu hins vegar tilraun til að spilla þessu máli, og tveir þingmenn snerust gegn sambandslagafrumvarpinu 1918 og reyndu að espa til þjóðernissinn- aðrar andstöðu gegn því. Í sambandslögunum var kveðið svo á að Ísland skyldi enn um sinn vera í konungssambandi við danmörku, vera alfarið frjálst og fullvalda og að 22 árum liðnum skyldi konungssambandið endurskoðað og ef að þremur árum liðnum þar í frá væri ekki sam- komulag milli ríkjanna væri samningurinn uppsegjanlegur af hvorum aðila um sig. Sagan hefur auðvitað sýnt, svo sem allur þorri bæði þings og þjóðar viðurkenndi strax 1918, að Íslendingar voru að öðlast óskorað sjálfstæði, þótt þessi háttur væri hafður á. En gamli tónninn var enn til staðar. Blaðið Njörður á Ísafirði fagnaði því til dæmis, að frumvarpið skyldi ekki hafa verið samþykkt samhljóða í þinginu og birti mikið af málflutningi tveggja andstæðinga þess, þeirra Benedikts Sveinssonar yngri og einkum Magnúsar Torfasonar. Blaðið sagði að þingið hefði reynst skipað hræðum einum utan tveimur lifandi mönnum, sínum í hvorri deild. Benedikt Sveinsson sagði í þingræðu að hann skildi ekki hvernig menn gætu nú verið að tala um að það þyrfti að versla við dani um landsréttindi vor, eins og hann komst að orði. En þetta voru hjáróma raddir. Að þessu sinni tókst ekki að espa til þjóðern- issinnaðrar andstöðu gegn miðlun, gegn siðaðri samvinnu við erlend ríki. Sambandslögin voru auðvitað mikilvægt spor. Í raun hafði stjórnin flust inn í landið 1904, það var fullkomlega og formlega viðurkennt 1918, og lokastaðfestingin fékkst 1944. Hugsum okkur Íslandssöguna ef enn um sinn hefði verið þvælst fyrir 1918 og málinu enn slegið á frest. Værum við betri Íslendingar fyrir vikið? Hernám Breta Hinn 10. maí 1940 hófst nýr og stórbrotinn kafli í samskiptasögu Íslend- inga við útlendinga. Bretar hernámu Ísland og Ísland dróst inn í hild- arleikinn mikla, heimsstyrjöldina síðari. Hernám var auðvitað slæmt, en þrátt fyrir allt, þetta voru þó bandamenn. Telja má að allur þorri Íslendinga hafi reynt að taka hernáminu með rökhyggju og skynsemi. En svo var ekki um alla. Það á sér þær sögulegu TMM_1_2009.indd 82 2/11/09 11:27:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.