Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 88
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 88 TMM 2009 · 1 Um svipað leyti birti Þjóðviljinn leiðara, sem hét „Quislingar kvarta“, og eru orðin sótt til mannsins sem vildi svíkja noreg í þýskar hendur. Þar segir m.a.: Alþýðuflokksklíkunni finnst það alveg hróplegt að þeir menn skuli kallaðir Quislingar sem gerast flugumenn erlends innrásarhers, vinna að því að fá landa sína setta í fangelsi og níða alla þá sem ekki vilja leggja sig fyrir erlendum yfir- gangi. Alþýðublaðinu finnst að slíkir menn séu fyrirmyndar föðurlandsvinir og ættu að kallast frelsishetjur lands síns. Þó virðist náttúrlega Alþýðuflokksklík- unni það taka út yfir allt ef þeir menn eru kallaðir svikarar sem gera það að höf- uðáhugamáli sínu að hefja upp til skýjanna þá fimmtu herdeildarmenn sem fas- isminn notar til skemmdarverka og landráða. Alþýðublaðsklíkunni, sem óskar nasismanum sigurs yfir lýðræðinu og sósíalismanum, finnst eðlilegt að slíkir menn eigi að teljast hetjur lýðræðisins og finnast skiljanlega nærri sér höggvið ef slakað er við slíkum lýð, því þeir taka hann sér sjálfir til fyrirmyndar. En það kemur kjökurhljóð í kvartanir Quislinganna þegar minnst er á vesalmenni, sem í sjálfstæðismálum þjóðar sinnar hringsnúast eins og skopparakringla eftir duttlungum erlendra afturhaldsseggja. Þá hefur máske rekið minni til Alþýðu- blaðsins, sem snarsnerist frá skilnaðarstefnunni, sem Alþýðuflokkurinn hafði fylgt í 12 ár, þegar Stauning (því má skjóta inn, að hann var foringi danskra jafnaðarmanna) lét eitt sinn orð út ganga af sínum munni til f lokksins um að hann vildi að sambandinu væri haldið áfram. Og leiðaranum lýkur með þessum orðum: Máske íslensku Quislingunum svíði sárar undan hinum gömlu skeytlum þess- ara brautryðjenda frelsisbaráttunnar (því má skjóta inn, að áður hafði Þjóðvilj­ inn vitnað í Þorstein Erlingsson og Stefán G.), heldur en hinum allt of litlausu skömmum vorum. Svo kann að fara að lokum að þegar nútíma Íslendingur heyrir Quisling nefndan þá komi honum Alþýðublaðið í hug. Og Morgunblaðið sagði í leiðara um svipað leyti: „Hver sá er ekki virðir þá niðurstöðu sem nú er fengin er ekki Íslendingur“. Fjölmargir Íslendingar sendu áskoranir til Alþingis um að fresta sambandsslitum við dani þangað til styrjöldinni væri lokið. Þeir voru kallaðir mörgum stórum orðum eins og hér hefur verið rakið. En hvað höfðu þeir sjálfir að segja? Haustið 1943 var gefinn út bæklingur, sem hét Ástandið í sjálfstæðis­ málinu og ýmsir borgarar rituðu í greinar um þetta efni. Stysta greinin var eftir Guðmund Hannesson prófessor, og hét Frá gömlum skilnaðar­ manni. Hún var svona: Ég er gamall skilnaðarmaður og er það enn, þótt sambandið við dani hafi stórkostlega breyst til batnaðar á síðari árum. Eigi að síður vil ég ekki hrapa að skilnaði að svo stöddu, m.a. vegna þess: TMM_1_2009.indd 88 2/11/09 11:27:30 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.