Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 92
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 92 TMM 2009 · 1 En Morgunblaðið svaraði og sagði: Í hvert skipti sem kommúnistar á Íslandi hafa framið gróf svik við þjóðina, hefur það verið háttur þeirra að vitna í einhverja af ástsælustu leiðtogum hennar á liðnum tíma. Jafnframt hefur verið gefið í skyn, að fimmta herdeild Stalíns væri arftaki þessara þjóðarleiðtoga og berðist enn fyrir hugsjónum þeirra. Jón Sig- urðsson, forseti, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson, skáld, hafa oftast sætt þessum ókjörum af hálfu Moskvumanna. Um þessa atburði segir Stefán Jóhann svo í endurminningum sínum: Oft hef ég hugsað til daganna 30. mars 1949, til þeirrar óstjórnlegu fjöldasefj- unar sem þá svipti jafnvel góða og skynsama menn allri rólegri íhugun og gerði þá að hamslausum dýrum. Þetta er ranghverfan á fjöldasamtökum fólksins, veikleikinn sem óbilgjarnir æsingamenn, kaldrifjaðir valdabraskarar, miskunn- arlausir mannhatarar færa sér í nyt hvenær sem tækifæri býðst. Bak við uppþot- ið 30. mars 1949 og ráð slíkra manna, þótt sjálfir biði þeir óhultir meðan aðrir unnu hefndarverkin sem þeir höfðu æst til og áttu mesta sök á. Telja má, að enginn hafi með glöðu geði gengið í varnarbandalag árið 1949. Auðvitað væri æskilegast að engin slík bandalög þyrftu að vera til. En veruleikinn er því miður ekki alltaf eins og við kjósum að hann sé. Þjóðernisrökin og landráðabrigslin hljómuðu um Ísland allt. Samt var það hugrökk ákvörðun að ganga til þessa samstarfs. Að vísu höfðum við ekki skynjað styrjöldina með sama hætti og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Við hlutum þó að finna til nokkurrar samábyrgðar og taka á okkur óþæg- indin sem því eru samfara að eiga náið samstarf við aðra. Ísland lagði fram sinn skerf. Að þessu sinni höfðu miðlunarmennirnir yfirhöndina. Rómarsáttmálinn og Íslendingar Allt frá styrjaldarlokum var mikil umræða í Evrópu allri um samstarf milli þjóða, um miðlun. Winston Churchill predikaði þegar að styrjald- arlokum að landamæri hefðu ævinlega verið undirrót styrjaldar. Þess vegna ætti að hafa eins lítið af landamærum og unnt væri, fólki ætti að vera frjálst að flytjast milli landa svo sem það kysi, og þá væri dregið úr hvata styrjaldar. Þessar skoðanir meðal annars urðu til þess að sam- vinna milli ríkja jókst mjög, og þá fyrst og fremst á efnahagssviðinu. Árið 1957 var síðan, með svokölluðum Rómarsáttmála, stofnað Efna- hagsbandalag Evrópu sem samanstóð af sex ríkjum. Árin eftir 1960 ræddu upplýstir menn um kosti og galla þess að þjóðir störfuðu saman, hvað áynnist og hverju væri fórnað. Segja má að þessi upplýsta umræða hafi hafist á Íslandi með ræðu sem Gylfi Þ. Gíslason, þá menntamálaráð- TMM_1_2009.indd 92 2/11/09 11:27:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.