Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 112
Á r m a n n J a k o b s s o n 112 TMM 2009 · 1 skýrt á um þetta í bókunum sjö um Harry Potter. Á hinn bóginn eru ættingjar þeirra í þjóðtrúnni gjarnan orðnir til fyrir galdra. Slíkur upp- runi félli raunar vel að galdraheimi Harry Potters. Þegar vitsugurnar birtust fyrst á sviðinu í töfraheimi Harrys þótti ýmsum lesendum þær minna eigi alllítið á hringvomana (svörtu ridd- arana sjö) í Hringadróttinssögu Tolkiens.3 Rétt eins og Rowling var Tol- kien snjall að hagnýta sér þjóðlegan arf og þeirrar ættar eru hringvom- arnir. Eins og þeir eru vitsugurnar hávaxnar og skikkjuklæddar og þær eiga það enn fremur sammerkt með hringvomunum að geta haft áhrif á sálarlíf annarra án þess að segja eitt einasta orð. Hringvomarnir brjóta niður vilja þeirra sem þeir hafa aðgang að en vitsugurnar fylla fórnar- lömb sín vonleysi og örvæntingu.4 Munurinn er sá að í Hringadróttins- sögu kemur greinilega fram að hringvomarnir eru upphaflega eðlilegir menn sem hafa verið andsetnir af hringunum sem þeir bera.5 Hins vegar er hlutverk þessara óvætta nánast hið sama: Árásargjarnt sníkjulífi á kostnað hýsilsins. Raunar eru það einmitt gjarnan þeir sem hafa verið andsettir sem geta síðan tryllt aðra, eins og ég mun minnast á síðar. Eflaust væri freistandi fyrir foreldra að svara barni neitandi sem spyrði hvort vitsugur eða hringvomar séu nokkuð til á Íslandi; þetta séu útlenskar verur sem ekki finnist hér á landi. Því miður væri slíkt svar rangt. Vitsugur þurfa ekki temprað loftslag, ýmsar tegundir þeirra finn- ast einmitt á Íslandi og hér verður nú gerð nokkur grein fyrir þeim. 2. Tilberar, fylgjur, sendingar og uppvakningar Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er greint frá ýmsum sníkjuverum sem eiga það sameiginlegt með vitsugunum að nærast á venjulegum manneskj- um og ræna þær skilningarvitum eða lífmagni sínu. Áhrifin eru þó ekki ævinlega sálræn, eins og hjá Tolkien og Rowling. Stundum geta þau verið líkamleg og það á til dæmis við um tilbera, eina alræmdustu sníkjuskepnu íslenskrar þjóðtrúar síðari alda. Lýsingar Jóns Árnasonar á tilberum eru viðbjóðslegar og kynferðis- legar.6 Fram kemur hjá Jóni að tilberar teljast til uppvakninga. Kona hefur stolið rifbeini úr dauðum manni sem stendur til að grafa á hvíta- sunnumorgun. Síðan magnar hún tilberann upp með vígðu vatni og elur hann síðan, fyrst á brjósti sér en síðan innan læra þar sem hann drekkur blóð hennar úr sepa sem hún hefur þar gert, eins konar auka- brjósti konunnar. Að sögn Jóns Árnasonar mega tilberar ekki ná brjóst- um móður sinnar eftir að þeir eru fullmagnaðir, þá sjúga þeir hana til dauða. Mikil hætta fylgir því þessu sníkjudýri eins og öðrum. TMM_1_2009.indd 112 2/11/09 11:27:31 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.