Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 113
Yf i r n á t t ú r l e g a r r í ð i n g a r TMM 2009 · 1 113 Tilgangur tilbera virðist einkum vera sá að stela mjólk eða ull frá öðrum og tilberamæður eru þannig óbeinir þjófar. Á hinn bóginn virðist áhættan sem fylgir þessum þjófnaði ansi mikil og Jón Árnason leggur sér- staka áherslu á hversu nærri tilberar ganga oft mæðrum sínum. Glæpir borga sig ekki; tilberasögurnar eru öðrum þræði eins konar vörunarsögur og fram kemur einnig að konur sem ali tilbera séu „brendar með tilber- anum á sér, eða þeim var drekt; svo þókti það athæfi ílt og óguðlegt“.7 Mætti líta á tilbera og vitsugur sem hliðstæð fyrirbæri? Hvað uppruna snertir er munurinn sá að vitsugurnar virðast vera sérstök tegund, hvað- an sem hún sprettur, þó að hringvomarnir í sögu Tolkiens séu á hinn bóginn mennskir menn sem í upphafi voru venjulegir en hafa síðan spillst og orðið sníkjuverur. Þessi uppruni hringvomanna er hliðstæður sögunni um drakúla greifa; hann var upphaflega maður sem varð að skrímsli.8 Tilberarnir eru eins konar millistig og raunar einna líkastir starfsbróður drakúla, honum Frankenstein en það skrímsli er manns- líkami sem hefur verið vakinn aftur til lífsins með göldrum.9 Þeir eru upphaflega rifbein úr látnum manni sem hefur verið magnað upp með göldrum. Þannig má líta á þá sem sköpunarverk móður sinnar en um leið eins konar afskræmingu, eðlilegum hlut (mannabeini) er breytt í skrímsli með fjölkynngi. Vísunin er í sköpun mannsins; þar varð konan til úr rifbeini karlsins. Tilberagerð hennar úr eigin rifbeini er á hinn bóginn dæmd til að mistakast eins og aðrar tilraunir mannskepnunnar til að breyta sér úr sköpunarverki í skapara. Sníkjulíf tilberanna beinist ekki síst að eigin móður og má þar segja að sök bíti sekan; óhugnaðurinn í sögunni snýst um hvernig tilberinn leikur móður sína.10 Þó að samfélagsleg ónáttúra tilberans snúist á yfir- borðinu um þjófnað hans á annarra manna mjólk er undirtónninn kynferðislegur, áhugi tilberans á móðurinni beinist bæði að brjóstum hennar og því sem er falið undir pilsunum. Á hinn bóginn má segja að tilberinn og móðirin lifi saman samfélags- legu sníkjulífi, með því að stela mjólk frá öðrum. Það er ástæðulaust að gera lítið úr slíkri sníkjutilveru þó að hún hafi líklega ekki sömu áhrif á nútímalesanda og að standa andspænis vitsugu; í fátæku sveitasamfélagi eru mjólk og ull lífsnauðsyn og skortur á þessu getur skilið á milli feigs og ófeigs. Tilberinn er ógn við lífsbjörg fátæks samfélags og þar með ógn við sjálfa tilveruna. Tilberar eru ekki einu sníkjuverurnar sem Jón Árnason minnist á. Hann nefnir einnig „stefnivarga“ en það eru dýr mögnuð með göldrum sem galdramaður hefur sent á óvin sinn, en slíkar verur eru raunar oftar kallaðar „sendingar“. Fáar sögur eru um slíka varga hjá Jóni.11 Á hinn TMM_1_2009.indd 113 2/11/09 11:27:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.