Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 118
Á r m a n n J a k o b s s o n 118 TMM 2009 · 1 ásókn: vampírur, varúlfa, mórur og ærsladrauga (poltergeist).36 En aug- ljóslega mætti hér einnig nefna martraðir, kveldriður, íslenska drauga, incubi og succubi. Vitsugan úr Harry Potter og fanganum í Azkaban starfar hins vegar á daginn og það gerir tilberinn einnig. Árásir þeirra eru þó ekki ósvipaðar árásum marlíðenda, drauga og trölla. Raunar er það fremur fágætt í þjóðtrú að næturverur séu með öllu óstarfhæfar á daginn þó að nóttin sé tími þeirra. 5. Ríðum, ríðum Vitsugan sem hittir Harry Potter í lestinni leggst á hann og reynir að ríða honum. Það sem sameinar fjölskrúðugt safn skuggavera sem lifa sníkjulífi á venjulegu mannfólki er einmitt það sem lýst er í orðinu „ríða“ og er sameiginleg hegðun trölla, drauga og galdramanna. Oft er orðið „trylla“ notað í sömu merkingu en afleiðingin er sú sama. Mann- eskja sem hefur verið riðin hefur stundum breyst í eitthvað annað (ein- hverja tegund trölls) en ævinlega misst það sem gerir hana mennska, oftast ráð og rænu. Vitsugurnar taka frið, gleði og hamingju úr huga fórnarlamba sinna og ríða þeim þannig, jafnvel að fullu. Aðrir dólgar ræna vitinu, blóðinu eða lífinu.37 Sögur um tilbera, drauga, hringvoma og vitsugur snúast um ógn. Þessi ógn holdgerist í illri sníkjuvætti. En hver er sú ógn þegar henni er á botninn hvolft? Allar þessar vættir eiga það sameiginlegt að þær eru ekki sannar sjálfstæðar lífverur með tilgang í eigin lífi. Þó að þær gangi um á jörðinni lifa þær engu sönnu lífi, tilvera þeirra snýst aðeins um að ræna lífi annarra. Í bók Perkowski um sníkjuvættir er ein tegund slíkra vampíra skilgreind sem annars venjulegt mannfólk sem nærist á tilfinn- ingum annarra og kallar hann slíkt fólk „psychic vampires“.38 Allir þekkja slíkt fólk, í daglegu tali kallast það iðulega „orkusugur“ og þekkj- ast þær á því að starfsorka fórnarlambsins, lífsgleði og jákvæðni minnk- ar til muna við hver kynni við orkusuguna. Gera má fastlega ráð fyrir að slíkar manneskjur hafi ævinlega verið til og að ýmsar tegundir kveld- riðu- eða tilberasagna sæki styrk til þessa fólks og þess orkuleysis sem það veldur hjá öðrum – örugglega eru margir venjulegir Íslendingar sem kappkosta að forðast slík tröll í sínu daglega lífi. Orkusugan er þó kannski fremur hvimleið en skelfileg, og ógnin sem sögurnar valda á væntanlega rót í enn stærri ógn sem vofir yfir öllum mönnum. Ekki er ólíklegt að sníkjuvættirnar sem hér hefur verið lýst séu í ein- hverjum skilningi tákngervingar dauðans og þeirra örlaga sem maður- inn hræðist umfram allt. Í veruleikanum kemur dauðinn oftast að TMM_1_2009.indd 118 2/11/09 11:27:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.