Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 119
Yf i r n á t t ú r l e g a r r í ð i n g a r TMM 2009 · 1 119 innan. Líkaminn bregst; líffærin hætta að starfa og mannveran hættir að lokum að draga andann. Sú ógn kemur að innan en í þjóðsögum og ævintýrum er hún flutt út úr líkamanum og verður að framandi ógn- valdi sem hyggst ráðast inn á manninn og tortíma honum. Vegna þess að ógnin er sammannleg þá eru vættirnar líka margar, víða til og ganga því undir ýmsum nöfnum. Og vegna þess að ógnin hverfur aldrei lifa slíkar tröllasögur ennþá góðu lífi á öld rafmagns og framfara. Þrátt fyrir ljósið er lífi manneskjunnar ennþá ógnað. Ennþá verða vitsugur til og eru stórhættulegar sem aldrei fyrr. Það er svo önnur saga að á vorum dögum eru þær ekki lengur á vegum þjófa og galdramanna heldur í þjónustu ríkisstjórnarinnar.39 Tilvísanir 1 J.K. Rowling, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Helga Haraldsdóttir þýddi. Rvík 2000, bls. 131. 2 Íslenskt nafn þessara óvætta er raunar mun skýrari tilvísun í „hin ódauðu“ skrímsli þjóðtrú- arinnar og eldri bókmennta en heiti þeirra á frummálinu; vampírur hafa löngum nefnst „blóðsugur“ á íslensku og heitið vitsuga er skýr hliðstæða. Blóðsuguheiti vampírunnar á Íslandi liggur auðvitað beint við, skv. seðlasafni Orðabókar Háskólans er orðið notað um lítil sníkjudýr á 18. öld en færist svo myndhverft yfir á hvers kyns níðinga og illvirkja. Fyrsta dæmið um að blóðsuga sé notað um „ódautt“ skrímsli er úr blaðinu Arnfirðingi sem Þorsteinn Erlingsson ritstýrði á árunum 1901–1903; það er þannig aðeins nokkrum árum yngra en skáldsaga Bram Stokers um drakúla (sem kom út árið 1897). 3 Þessi líkindi koma ekki síður skýrt fram í kvikmyndaútfærslum sagnanna. 4 J.R.R. Tolkien, Hringadróttinssaga I: Föruneyti hringsins. Þorsteinn Thorarensen þýddi. Rvík 1993, bls. 227 o.v. 5 Sama rit, bls. 63. 6 Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri I. Safnað hefir Jón Árnason. Leipzig 1862, bls. 430–35. Eins og Jón tekur fram er tilberi norðlenskt nafn skrímslisins en á Suður- og Vesturlandi kallast hann „snakkur“. 7 Sama rit, bls. 431. 8 Þessi uppruni vampírunnar er eins í meira og minna öllum gerðum þessarar sögu; hann er þekktur í þjóðsögum áður en skáldsagan Dracula eftir Bram Stoker kom út árið 1897, en hún kom út á íslensku strax fjórum árum seinna undir heitinu Makt myrkranna (í þýðingu Valdimars Ásmundssonar) en þar nefnist skrímslið raunar jafnan draculitz. Ennþá þekktara varð skrímslið eftir kvikmyndirnar Nosferatu (1922) og Dracula (1931). 9 Löng hefð er fyrir því að kalla skrímsli Frankensteins einnig Frankenstein þó að það sé aldrei kallað svo í sögu Mary Shelleys, Frankenstein, or: The Modern Prometheus (1818). Sá misskiln- ingur er þegar betur er gáð djúpskilningur: Líta má á skrímslið sem eins konar „tvífara“ dr. Frankensteins og algengt er að telja „sköpunarverk“ af þessu tagi hluta af skapara sínum, eins og hér verður vikið að síðar. Eins og Bruce A. McClelland hefur bent á (Slayers and their Vampires: A Cultural History of Killing the Dead, Ann Arbor 2006, bls. 21) er það samkenni þessara hryllingsbræðra að vera með réttu látnir menn sem ýmist hverfa ekki brott eða snúa aftur úr gröfinni gegn vilja sínum. 10 Sá óhugnaður hefur einmitt verið rækilega nýttur af Þórarni Eldjárn, í hryllingssmásögu hans „Tilbury“ sem kom út í safninu Ofsögum sagt árið 1981 (bls. 91–102). Síðar var gerð sjónvarps- kvikmynd eftir þeirri sögu. TMM_1_2009.indd 119 2/11/09 11:27:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.