Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 123
F r ö n s k u m s p e k i n g u m h a l l m æ l t TMM 2009 · 1 123 lands reyndist engin vörn gegn sókn auðvaldssinna. Fékk hann þó fjórð- ung til fimmtung atkvæða í þingkosningum áratugum saman eftir seinni heimsstyrjöld, og réði stærstu verkalýðs-samtökum landsins. Hann var hins vegar toppstýrður eins og aðrir stalínistaflokkar, umræð- ur um stefnuna voru illa séðar því þær voru taldar geta orðið til að rugla alþýðuna í ríminu. Flokksstjórnin lagði línuna, og eins og systurflokkar hans var kommúnistaflokkur Frakklands undirlagður af íhaldssemi í menningarmálum, þjóðernisstefnu, stéttasamvinnu og leiðtogadýrkun. Ekki er að undra að þjóðrembuflokkur Le Pen yst á hægri væng stjórn- mála skyldi taka við fylginu þegar kommúnistaflokkurinn hrundi. Miklu rúmi í bókinni er varið í hugleiðingar um hnignun klassískrar menntunar. EMJ býsnast mikið yfir því að grískunám og latínu skuli hafa verið fellt niður eða gert valfrjálst í menntaskólum Evrópu. Það nám veitti að hans mati djúpan skilning á tungumálum, og þá einnig á eigin móðurmáli nemenda. Það þjálfi hugann að læra beygingamál, og kunnátta í grísku og latínu opni fólki menningarsamband við árþús- undir. Þetta hafi nú glatast að mestu. Ef við berum saman menntamenn frá Cambridge, Oxford og slíkum stöðum fyrir svo sem öld, og svo menntamenn núna, þá sjáum við áber- andi mun. Í fyrsta lagi hafa miklu fleiri hlotið æðri menntun nú – mun stærri hluti þjóða. Þegar við Einar Már urðum stúdentar náði um tíundi hluti íslenskra jafnaldra okkar þeim áfanga, en nú er það helmingur. Eðlilega verður heildarmynd þeirra nokkuð önnur. Í öðru lagi lærðu vesturevrópskir menntamenn á 19. öld einkum grísku og latínu, svo og bókmenntir þeirra fornmála. En nú á dögum hefur fólk með sambæri- lega menntun hins vegar lært hin fjölbreyttustu tungumál víðsvegar um heim: arabísku, persnesku, swahili, kikújú, kínversku, japönsku, malas- ísku, ýmis mál frumbyggja Ameríku, og svo mætti lengi telja; tungumál af mjög mismunandi gerð og beygingakerfi. Þetta ætti að veita skilning á ýmiskonar háttum tungumála, ekki síður en klassísku fornmálin. Þessari málakunnáttu fylgir þekking á miklum bókmenntum, goðsög- um og öðrum sögnum víða um heim; miklir menningarheimar opnast Vesturlandabúum. Og menn með kunnáttu á mismunandi sviðum geta borið saman bækur sínar og fengið þannig miklu víðfeðmari þekkingu en grískumælandi stúdentar Cambridge fyrir öld. Smám saman getur slík þekking breiðst út um samfélagið. Ég kenni íslensku í stærsta mála- skóla danmerkur, þar eru kennd 40 mismunandi tungumál hvaðanæva af hnettinum. Við kennararnir höldum annað veifið smáfyrirlestra hvert yfir öðru, þar sem við kynnum sérkenni þeirra tungumála sem við kennum. Og þótt þetta sé alþýðlegur málaskóli skapar þetta dýpri skiln- TMM_1_2009.indd 123 2/11/09 11:27:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.