Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 129
TMM 2009 · 1 129 D ó m a r u m b æ k u r Soffía Auður Birgisdóttir Harmljóð um missi og glötuð tækifæri Álfrún Gunnlaugsdóttir. Rán. Mál og menning 2008 nýjasta skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur segir frá ferðalagi hinnar íslensku Ránar frá heimili sínu í Sviss til Íslands með viðkomu í Barselóna, þar sem hún lagði stund á nám á sínum yngri árum. Reyndar er þetta ekki alls- kostar rétt því þótt ferðinni sé heitið til Íslands lýkur frásögninni áður en þeim áfangastað er náð. Ferðalagið á milli landa verður þó aðeins rammi fyrir lengra og mikilvægara ferðalag sem söguhetjan fer í huganum og spannar allt líf hennar. Það ferðalag byggist á upprifjunum, tilfinningum og tilraunum Ránar til að henda reiður á fortíð sinni og raða saman sundurlausum minningarbrot- um. Það gengur þó ekki þrautalaust enda er Rán í allnokkurri afneitun og lætur lengst af sem fortíðin sé óaðgengileg og tilgangslaust sé að reyna að skoða hana: „Þýddi ekkert að horfa til þess sem verið hafði og varð tæpast vakið aftur“ (50); „Einkennilegt hvernig allt máist út. Og þó ekki“ (58). „Ég er ekki í skapi til að fara í fortíðarleik“ (40) segir hún á öðrum stað en þó verður ekki undan þessum leik vikist og öðrum þræði virðist Rán þarfnast einhvers konar uppgjörs: „Það var komið að henni að horfast í augu við breytingar sem óhjá- kvæmilega höfðu átt sér stað á heilli mannsævi“ (34). Þeir sem þekkja til bóka Álfrúnar sjá hér kunnugleg mynstur. Uppgjör við fortíðina er sá rauði þráður sem auðvelt er að greina í öllum hennar verkum. Skáldsögurnar Þel (1984), Hringsól (1987) og Yfir Ebrofljótið (2001) segja allar frá manneskjum sem eru í svipaðri stöðu og Rán, líta yfir líf sitt og heyja bar- áttu við minnið, tregar en þó tilneyddar til uppgjörs. Og líkt og í fyrri verkum Álfrúnar er sögusviðið hér að mestu leyti Ísland og Spánn þótt leikurinn berist víðar um lönd Vestur-Evrópu. Annað einkenni á verkum Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur er frásagnarháttur þar sem línulegri framvindu er hafnað en frásögnin sett fram í formi brotakenndra atburða og svipmynda. Þá er stokkið fram og aftur í tíma og söguatvikin borin á borð fyrir lesandann á svipaðan hátt og þau koma aðalpersónunni í hug; sprottin af tilfinningum augnabliksins og hug- renningatengslum. Þótt slíkur „brotakenndur“ frásagnarháttur sé oft talinn eitt megineinkenni módernískra texta má kannski allt eins halda því fram að hann sé „raunsæislegri“ en línulegur frásagnarháttur þar sem allt gerist í „réttu“ orsakasamhengi og tímaröð því hann standi reynslu okkar nær. Í Rán er frásögnin reyndar alls ekki eins brotakennd og í ýmsum fyrri sögum Álf- rúnar, en hins vegar bætir hún einum snúningi á frásagnarháttinn með því að TMM_1_2009.indd 129 2/11/09 11:27:32 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.