Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 20
Samvinnuhreyfingin hefur því miklu hlutverki að gegna
á íslandi í framtíðinni og vafalaust vaxandi. Margt er
óleyst í viðskiptum, fjármálum, félags- og fræðslumálum
ekki síður og öllu því sem lýtur að auknum þegnskap og
samhug með þjóðinni. Ný starfssvið munu opnast þar
sem úrræðum félagshyggju og samvinnu verður beitt í vax-
andi mæli, og má þar t.d. nefna iðnaðar- og framleiðslu-
störfin, í leit að sannvirði vöru og sannvirði vinnu og
margs konar samhjálp. Það mun líka sýna sig, að efling
samvinnuhreyfingar og sameiginleg umsvif fólksins eftir
hennar leiðum, munu reynast íslensku þjóðinni besta trygg-
ingin fyrir atvinnulegu og efnahagslegu sjálfstæði.
Ný sókn er nú hafin í félags- og fræðslumálum sam-
vinnumanna, sem ákveðin var á 75 ára afmæli Sambands-
ins, á aðalfundinum 1977.
1 þeirri sókn hefur Samvinnuskólinn fengið nýtt stór-
brotið verkefni til viðbótar því, sem hann hefur annast
fram að þessu, og er það námskeiðahald um viðskipta- og
félagsmál samvinnuhreyfingarinnar. Er þessi starfsemi
nú þegar orðin æði umfangsmikil og margbrotin. Nám-
skeið skólans fara fram víðs vegar um landið og er fræðsl-
an ætluð starfsfólki samvinnufélaganna og öðru samvinnu-
fólki eftir því sem til er stofnað hverju sinni.
Samvinnuskólinn er því vaxandi stofnun í sókn og fer
vel á því, og þess er gott að minnast að enn sem fyrr fer
starfið fram í þeim anda, sem bráutryðjendurnir ætluðust
til og tæpitungulaust kemur fram hjá Jónasi Jónssyni,
þegar hann skilgreindi í upphafi hvers vegna við ættum
að eiga myndarlegan Samvinnuskóla.
Eysteinn Jónsson.
16