Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 25
framt að búi móður sinnar að Stóru-Borg,
framkvæmdastjóri Pöntunarfélags Verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði 1936—
37, félagsmálafulltrúi hjá KRON 1937—42,
vann ýmis störf fyrir Framsóknarflokkinn
1942—49, m.a. framkvæmdastjóri Tímans.
Bóndi í Kollafirði 1948—61 og starfaði
jafnframt fyrir Framsóknarflokkinn, síðan
lengst af skrifstofustjóri fulltrúaráðs fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík til ársloka
1975, en síðan starfað á skrifstofu flokks-
ins í ígripum. Hvatamaður að stofnun Kf.
Kjalarnesþings og fyrsti formaður þess, í
stjórn KRON 1948—50, vann að stofnun
laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði, endur-
skoðandi Búnaðarbanka Islands frá 1949—
1979, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins
1950—53, sá um útgáfu blaða og bæklinga
á vegum KRON 1937—42 og ritaði þá mik-
ið í blöð um samvinnumál. Aðrar heimild-
ir: Isl. kennaratal, Isl. samtíðarmenn, Isl.
samvinnumenn eftir Jónas Jónsson.
Jens Pálsson. Sat SVS 1923-25. F. 5. 5.
1905 að Bakkakoti á Rangárvöllum og upp-
alinn þar til 15 ára aldurs. For.: Páll Jóns-
son, f. 30. 11. 1857 að Gaddstöðum á Rang-
árvöllum og bóndi þar, og frá 1902 að
Bakkakoti, d. 11. 4. 1937, og Salvör Jens-
dóttir, f. 19. 9. 1862 að Moldnúpi undir
Eyjafjöllum, húsmóðir, d. 25. 6. 1945. Maki
16. 8. 1940: Guðbjörg Gísladóttir, f. 23.
4. 1911 að S.-Nýjabæ í Djúpárhreppi í
Rangárvallasýslu, húsmóðir. Börn: Stúlka
andvana fædd 6. 12. 1940, Erla Salvör, f.
28. 1. 1942, maki: Einar Birgir Hjelm en
hann fórst með bát 11. 12. 1974. örn Geir,
21