Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 26
f. 17. 7. 1948, véltæknifr. Barn fyrir hjóna-
band: Fríða Dagmar, dó fjögurra ára
gömul, móðir: Halldóra Jónsdóttir, ættuð
úr Bolungarvík. — Var í undirbúningsnámi
fyrir 2. bekk Kennaraskólans. Lauk hinu
minna vélstjóraprófi frá Vélskóla Islands
1935. Hóf þegar að loknu námi störf á tog-
urum sem kyndari, og vélstjóri frá 1928.
Hefur síðan ýmist verið vélstjóri eða unnið
í vélsmiðjum, lengst hjá h.f. Hamri og lét
þar af störfum 1978 af heilsufarsástæðum.
Hefur alla tíð haft mikinn áhuga á högum
þeirra er minnst máttu sín. Gekk í Alþýðu-
flokkinn 1929 og starfaði mikið þar uns
hann sagði sig úr flokknum 1942. Endur-
vakti Sjómannafélag Hafnarfjarðar og var
formaður þess 1929—31. Útgerðarmaður
skips þess er hann var á 1929 hótaði að
reka hann en skipstjórinn kom í veg fyrir
það. Var rekinn af togaranum Agli Skalla-
grímssyni 1937 er hann neitaði að taka við
kauplækkun, fór í mál og vann það, en átti
þá um tíma erfitt um að fá vinnu. Var full-
trúi Sjómannafélagsins á Alþýðusambands-
þingi 1930. Ritaði ýmsar greinar í Alþýðu-
blaðið. Gerðist skömmu eftir 1930 ritstjóri
blaðsins ,,Hádegisblaðið“ sem Ásgeir Guð-
mundsson prentari hóf útgáfu á, en sagði
af sér vegna skoðanaágreinings við útgef-
anda. Hefur jafnan haft áhtuga fyrir íþrótt-
um en ekki getað stundað þær sem skyldi.
Jóhann Sigurjónsson. Sat SVS 1924—25. F.
4. 3. 1911 á Seyðisfirði og uppalinn þar,
d. 31. 12. 1956. For.: Sigurjón Jóhannsson,
f. 16. 8. 1881 að Gnúpsstað á Seyðisfirði,
skrifstofustjóri og síðar forstjóri Bruna-
22