Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Blaðsíða 43
Haukur Snorrason. Sat SVS 1933—35. F.
14. 7. 1917 á Eskifirði og uppalinn þar til
fermingaraldurs. For.: Snorri Jónsson, f. 2.
7. 1886 á Eskifirði, verslunar- og kaup-
maður á Eskifirði og síðar starfsmaður
Áfengisverslunar ríkisins í Reykjavík, d.
29. 1. 1959, og Stefanía Stefánsdóttir, f.
14. 9. 1891 í Eiðaþinghá, húsmóðir. Maki
20. 7. 1947: Ásta Wium Kristjánsdóttir, f.
16. 12. 1920 að Fagradal í Vopnafirði, hús-
móðir og starfsstúlka á Landspítalanum.
Börn: Oddný Halla, f. 25. 4. 1949, húsmóðir
í Englandi, maki: Greyham Day, Snorri, f.
20. 7. 1950, við nám í Kennaraháskólanum,
maki: Hulda Ragnarsdóttir, Stefán örn, f.
28. 1. 1954, sölumaður og við nám í
Hamrahlíðarskóla, Margrét Hafdís, f. 27. 8.
1956, flugfreyja, Ásta Kristín, f. 10. 6. 1964,
nemi. — Stundaði matreiðslunám á hótel
Skjaldbreið. Matsveinn 1935—41, versl-
unarstjóri hjá KRON og síðar Silla og
Valda 1941—47, skrifstofustjóri hjá Kr.
Siggeirssyni h.f. 1948—72. Endurskoðun
hjá Ákvæðisvinnunefnd rafvirkja frá 1972.
Stundaði á árum áður fimleika og hefur
til þessa dags lagt mikla stund á skíða-
mennsku.
Helgi Stefánsson. Sat SVS 193^-35. F. 17.
1. 1912 að Haganesi í Mývatnssveit og upp-
alinn þar. For.: Stefán Helgason, f. 31. 5.
1884 að Haganesi og bóndi þar, d. 23. 11.
1972, og Áslaug Sigurðardóttir, f. 20. 12.
1884 að Arnarvatni í Mývatnssveit, hús-
móðir, d. 18. 5. 1979. Maki 26. 12. 1936:
Sylvía Jónsdóttir, f. 16. 7. 1911 í Reykja-
vík, húsmóðir, d. 5. 11. 1958. Börn: Ásta,
39