Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 45
Jóhannes Kristjánsson. Sat SVS 193Jf—35.
F. 21. 8. 1914 á Suðureyri við Súganda-
fjörð, og uppalinn þar. For.: Kristján Al-
bert Kristjánsson, f. 28. 1. 1885 á Suður-
eyri, póstafgreiðslumaður, kaupmaður og
sparisjóðsstjóri þar, d. 1. 8. 1961, og Sig-
ríður H. Jóhannesdóttir, f. 20. 6. 1879 að
Kvíanesi í Súgandafirði, ljósmóðir og
stundaði sjúka og afhenti lyf eftir beiðni
læknisins, sem sat í önundarfirði, d. 8. 7.
1946. Maki 31. 7. 1954: Þóra Ágústsdóttir,
f. 30. 4. 1935 í Vík við Stykkishólm, banka-
maður. Börn: Sigríður Hanna, f. 28. 11.
1954, húsmóðir, maki: Ágúst Þórarinsson,
Hannes Ágúst, f. 21. 2. 1960, nemi, Guð-
rún Eydís, f. 2. 7. 1965. — Stundaði nám
við Héraðsskólann að Reykjum í Hrúta-
firði 1929—1931, sótti einkatíma í skrift
hjá frú Jóhönnu Sigurðardóttur í Reykja-
vík eftir SVS. Var sjómaður á bátum og
togurum til 23 ára aldurs. Skrifstofumað-
ur í Landssmiðjunni 1937—44, skrifstofu-
stjóri hjá prentsmiðjunni Eddu h.f. og dag-
blaðinu Tíminn 1945—1950, kaupfélags-
stjóri hjá Kf. Stykkishólms 1951—54, út-
gerðarmaður í Stykkishólmi og síðar Rifi
1955—63- og rak jafnframt beinaverk-
smiðju og lifrarbræðslu í Rifi. Skrifstofu-
maður hjá Kf. Stykkishólms 1964—70 og
skrifstofumaður hjá húsgagnagerðinni
Aton í Stykkishólmi 1971 og 1972. Hefur
frá 1973 unnið ýmis skrifstofustörf. Einnig
annast endurskoðun hjá Stykkishólms-
hreppi og Kf. Stykkishólms. Aðrar heim-
ildir: Isl. kaupfélagsstjórar 1882—1977.
41