Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 55
í Menntaskólanum á Akureyri. Vann við
pípulagningar á Siglufirði 1935—37, fram-
kvæmdastj. Kjötbúðar Siglufjarðar 1937—
62, var jafnframt skattstjóri Siglufjarðar-
bæjar 1954—62, skattstjóri í Norðurlands-
umdæmi vestra frá 1962. Sat í bæjarstjórn
Siglufjarðar 1946—70, forseti bæjarstjórn-
ar 1966—70. Sat í ýmsum nefndum á veg-
um bæjarins s.s. bæjarráði, hafnarnefnd
og rafveitunefnd. Var í mörg ár í stjórn
útgerðarfélags Siglufjarðar, er nú stjórn-
arformaður Þormóðs ramma h.f. Sat í
miðstjórn Framsóknarflokksins í mörg ár.
Starfar í Rotaryklúbbi Siglufjarðar. Hefur
ritað allmikið í blöð, einkum Einherja á
Siglufirði og var ábyrgðarmaður þess
blaðs í nokkur ár.
Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir. Scit
SVS 1933-35. F. 27. 6. 1917 að Eiðum í
Eiðaþinghá, S.-Múlasýslu, uppalin í
Reykjavík. For.: Metúsalem Stefánsson, f.
17. 8. 1882 að Desjamýri í Borgarfirði
eystra, búnaðarmálastjóri, d. 11. 11. 1953,
og Guðný Óladóttir, f. 9. 8. 1888 að
Höfða í Vallahreppi, S.-Múlasýslu, d. 5.
12. 1955. Maki 20. 2. 1937: Bjarni Kon-
ráðsson, f. 2. 12. 1915 að Skipum í Stokks-
eyrarhreppi, Árnessýslu, dósent í læknis-
fræði við Háskóla íslands. Börn: Sigríður,
f. 22. 2. 1938, kennari við Héraðsskólann í
Reykholti, maki: Snorri Jóhannesson,
B.A., kennari í Reykholti, Konráð Ragnar,
f. 8. 1. 1940, framkvstj. Félagsprentsmiðj-
unnar h.f. og Anilinprents h.f., maki: Hall-
dóra Guðmundsdóttir. — Stundaði nám í
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og við Hér-
51