Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 84
tók próf úr Fiskimannadeild, og 1953—54
og tók próf úr Farmannnadeild. Hann
stundaði að mestu sjómennsku milli þess
er hann var við nám.
Jón Eyjólfur Einarsson. Sat SVS 191f3—lf5.
F. 9. 2. 1926 að Stafholti í Stafholtstung-
um, Borgarfirði, uppalinn að Grísatungu
og Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum til
1930, síðan í Borgarn. For.: Einar Helga-
son, f. 9. 8. 1887 að Ásbjarnarstöðum,
lengst af bóndi í Selhaga í Stafholtst., síð-
ar verkamaður í Borgarnesi, d. 14. 6. 1960,
og Helga Jónsdóttir, f. 31. 7. 1885 að Há-
reksstöðum en uppalin að Hvammi í Hvít-
ársíðu, d. 19. 11. 1959. Maki 27. 5. 1950:
Helga Jónasdóttir, f. 14. 11. 1930 í Stykk-
ishólmi, húsmóðir, s.l. fjögur ár starfað
við leikskóla Borgarness. Börn: Jónas, f.
14. 1. 1950, viðskiptafræðingur, Bragi, f.
29. 10. 1951, húsasmiður, Sigurður Páll,
f. 23. 6. 1958, rafvirkjanemi. Einar Helgi,
f. 1. 5. 1966. — Stundaði nám í Barna- og
unglingaskóla Borgarness, tók próf frá
Héraðsskólanum í Reykholti 1942. Vann
á skrifstofu SlS í Reykjavík 1945—46,
starfsmaður Kf. Borgfirðinga frá 4. 4.
1946, aðalgjaldkeri til 1957 en síðan full-
trúi kaupfélagsstjóra og skrifstofustjóri.
Sat í stjórn Umf. Skallagríms og í stjórn
Ungmennasambands Borgarfjarðar, stofn-
félagi Bridgefélags Borgarness 1951 og for-
maður í nokkur ár, stofnfélagi Lionsklúbbs
Borgarness 1957 og formaður 1959—60,
formaður Framsóknarfélags Borgarness
1971—77, í skólanefnd Borgarness frá 1962,
formaður frá 1974, í fulltrúaráði Sam-
80