Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 98
1955
Aðalsteinn Kristinsson. Sat SVS 1951f—55.
F. 29. 6. 1936 í Reykjavík og uppalinn þar.
For.: Aage Kristinn Pedersen, f. 4. 6. 1912
í Reykjavík, múrari, d. 6. 12. 1961, og Rósa
Jónsdóttir, f. 11. 5. 1914 í Grafningi, af-
afgreiðslustúlka. Maki 17. 9. 1955: Karen
Marteinsdóttir, f. 3. 11. 1936 i Reykjavík,
afgreiðslustúlka. Börn: Bryndís, f. 26. 8.
1955, hjúkrunarfræðingur, maki: Guð-
laugur Einarsson, Þórey, f. 16. 11. 1956,
hjúkrunarfræðinemi, Sigrún, f. 8. 6. 1962,
nemi, Auður, f. 12. 10. 1963, nemi. — Lauk
prófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, og
stundaði nám við The City of London
College í eitt ár. Var sölumaður 1955—59,
hefur frá 1960 rekið eigin verslun í Reykja-
vík. Starfað í Lionshreyfingunni frá 1975.
Agla Sveinbjörnsdóttir. Sttt SVS 1954—55.
F. 16. 4. 1936 í Reykjavík og uppalin þar.
D. 24. 4. 1965. For.: Sveinbjörn Egilsson,
f. 28. 11. 1907 í Reykjavík, útvarpsvirki,
og Rannveig Helgadóttir, f. 2. 11. 1907 í
Reykjavík, húsmóðir. — Hafði fyrir SVS
stundað nám í Kvennaskólanum í Reykja-
vík og nokkra mánuði í skóla í Englandi.
Starfaði um tíma við afgreiðslu á Hótel
94