Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 128
tæknifr. í Vissenbjerg á Fjóni í Dan-
mörku. Átti sæti í stjórn Iþróttabandalags
Keflavíkur 1957—62, einn af stofnendum
og í stjórn Islendingafélagsins í Odense í
Danmörku.
Stefán Pálsson. Sat SVS 195Jt-55. F. 7.
12. 1934 að Skinnastað í Axarfirði, N.-
Þingeyjarsýslu og uppalinn þar. For.: Páll
Þorleifsson, f. 23. 8. 1898 að Hólum í
Hornafirði, prestur að Skinnastað 1926—
66, þjónaði Norðfjarðarsókn 1967—68 og
Nessókn í Reykjavík 1968—69, d. 19. 8.
1974, og Guðrún Elísabet Arnórsdóttir, f.
22. 12. 1905 að Hesti í Borgarfirði, hús-
móðir. Maki 10. 8. 1957: Arnþrúður Arn-
órsdóttir, f. 24. 6. 1932 að Hjalla í Reykja-
dal, S-Þingeyjarsýslu, kennari. Börn: Páll,
f. 7. 6. 1958, Guðrún Elísabet, f. 5. 10. 1959,
Arnór, f. 20. 3. 1961, d. 29. 6. 1976, Helga
Ingunn, f. 17. 11. 1962, Auður, f. 6. 12.
1969. — Las undir landspróf heima hjá föð-
ur sínum, og var við nám í Menntaskólan-
um á Akureyri 1951—52. Við nám í mála-
og verslunarskóla í London 1956—57. Hóf
störf sem gjaldkeri í Búnaðarbanka Islands
í Reykjavík 25. 10. 1958, skipaður deildar-
stjóri 1961, starfsmannastjóri 1966, fram-
kvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnað-
arins frá 1976. Hefur séð um úrvinnslu á
iðgjalda- og eftirlaunagreiðslum fyrir Líf-
eyrissjóð bænda frá stofnun hans 1971.
Formaður Starfsmannafélags Búnaðar-
bankans 1961—64.1 Samvinnunefnd banka-
manna 1967—76, formaður 1974—76. 1
stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna
1973—79. Formaður stjórnskipaðrar nefnd-
124