Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 141
Ásbjörn Eggertsson. Sat SVS 1963—65. F.
2. 8. 1945 að Kotvogi í Höfnum, Gull-
bringusýslu og uppalinn þar. For.: Eggert
Ólafsson, f. 17. 11. 1909 að Þjórsártúni,
framkvæmdastjóri í Höfnum, og Sigríður
Ásta Ásbjörnsdóttir, f. 2. 4. 1915 i Sand-
gerði, húsmóðir. Maki 15. 10. 1977: Jenný
Karitas Ingadóttir, f. 16. 10. 1957 á Akur-
eyri, húsmóðir. Börn: Sigríður Ásta, f. 18.
5. 1976, Guðný Sóley, f. 15. 6. 1979. -
Tók landspróf frá Héraðsskólanum að
Reykjum í Hrútafirði. Hefur stundað
ýmis störf, en frá 1975 verið skrifstofu-
maður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli. Var kjörinn í stjórn Verslunarmanna-
félags Suðurnesja 1969 og setið þar síðan.
Kjörinn í hreppsnefnd Hafnarhrepps 1974.
Bjarni Sveinbjarnarson. Sat SVS 1963—65.
F. 14. 3. 1941 í Reykjavík og uppalinn þar.
For.: Sveinbjörn Jónsson, f. 2. 5. 1904 að
Drápuhlíð í Snæfellsnessýslu, bílstjóri í
Reykjavík, og Elinborg Ólafsdóttir, f. 14.
6. 1907 á Fáskrúðsfirði, húsmóðir. Maki
14. 8. 1965: María Tómasdóttir, f. 18. 8.
1945 á Þingeyri við Dýrafjörð, einkaritari
og húsmóðir. Börn: Tómas Björn, f. 2. 2.
1965, Arnar Orri, f. 31. 10. 1974, Unnar
Snær, f. 30. 4. 1976. — Nam við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar í Reykjavík og annar
bekkur í Héraðsskólanum að Laugarvatni.
Stundaði nám 5. Framhaldsdeild SVS í
fimm mánuði 1973 til 1974. Vann hjá Sam-
vinnutryggingum 1965 til 1973. Stofnaði í
febrúar 1974 verslunina Útilíf og rekur
hana. Starfaði talsvert að félagsmálum hjá
Samvinnutryggingum og sat um tima í
137