Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 143
Bryndís Elíasdóttir. Sat SVS 1963—65. F.
2. 5. 1947 á Bíldudal í Arnarfirði og upp-
alin þar. For.: Elías Jónsson, f. 2. 9. 1915
að Neðri-Hvestu í Arnarfirði, verkstjóri á
Bíldudal, d. 5. 5. 1951. Stjúpfaðir: Kristján
Ólafson, f. 4. 8.1924 í Reykjavík, bifreiðar-
stjóri. Móðir: Kristrún Kristófersdóttir, f.
17. 9. 1920 að Fremri-Hvestu í Arnarfirði,
húsmóðir í Kópavogi. Barn: Kristján Þór,
f. 29. 5. 1971. Faðir: Finnur Gíslason. —
Tók landspróf frá Héraðsskólanum á Núpi
í Dýrafirði 1963. Starfaði hjá Kf. Arnfirð-
inga á Bíldudal 1965—70. Hefur frá 1970
starfað hjá Innflutningsdeild SlS. Var um
skeið í ritnefnd Hlyns, blaðs Landssam-
bands ísl. samvinnustarfsmanna og NSS,
um tíma í hússtjórn Hamragarða, félags-
heimilis samvinnumanna. Sat í stjórn
deildar samvinnustarfsmanna í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Einar Sigurþórsson. Sat SVS 1963—65. F.
15. 12. 1940 að Háamúla í Fljótshlíð og
uppalinn þar. For.: Sigurþór Úlfarsson, f.
3. 2. 1907 að Fljótsdal í Fljótshlíð, bóndi
að Háamúla, og Katrín Einarsdóttir, f. 20.
6. 1912 í Reykjavík, húsmóðir. Maki 28. 9.
1968: Bryndís Jóhannesdóttir, f. 7. 7. 1945
í Reykjavík, húsmóðir. Börn: Jóhannes
Atli, f. 8. 7. 1968, Katrín, f. 15. 9. 1969.
— Stundaði nám í rafvélavirkjun 1958—62.
Hefur að námi loknu starfað við rafvirkj-
un. Maki, Bryndís Jóhannesdóttir, sat
skólann 1961—63.
139