Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 151
Maki I, Ólöf Haraldsdóttir, sat skólann
1963-65.
Jóhann G. Jóhannsson. Sat SVS 1963—65.
F. 22. 2. 1947 í Keflavík en uppalinn í
Ytri-Njarðvík. For.: Jóhann G. Runólfs-
son, f. 2. 2. 1920 að Kornsá í Vatnsdal,
bóndi þar og síðar vörubifreiðarstjóri í
Keflavík, d. 11. 1. 1947, og Lovísa Aðal-
heiður Guðmundsdóttir, f. 19. 11. 1924 í
Keflavík, húsmóðir í Ytri-Njarðvík. Barn:
Alma Dögg, f. 17. 8. 1967. — Lauk lands-
prófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur.
Starfaði við bókhald hjá Rafblik h.f. í
Borgarnesi 1965 og hjá Kf. Suðurnesja
1965—66. Hefur síðan starfað að hljóð-
færaleik o. fl. Lék með Straumum i Borg-
arnesi 1965, Óðmenn I í Keflavík 1966
—68, Musica Prima í Þjóðleikhúskjallaran-
um 1968—69, Óðmenn II í Reykjavik 1969
—70, poppleikurinn „Óli“ 1970, í hljóm-
sveitinni Náttúra 1972, síðar Póker 1978.
Hefur jafnframt samið lög og texta
og eru komin út á hljómplötum nær 100
lög og textar eftir hann. Hefur einnig
gefið út tvær breiðskífur, Langspil og
Mannlíf. Gaf út ljóðabókina Flæði 1977,
einnig ritað greinar í blöð. Hefur jafn-
framt lagt stund á málaralist og hélt
fyrst sýningu í Casa Nova 1971 og hefur
síðan haldið 15 sýningar, flestar í Reykja-
vík. Var einn af stofnendum Samtaka al-
þýðutónskálda og tónlistarmanna 1979.
Aðrar heimildir: Greinar í blöðum og
tímaritum.
147